Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 94

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 94
94 Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir og Sif Einarsdóttir Henwood, 2000; Letts, 2001; Stepulevage og Plumeridge, 1998). Guðrún Geirsdóttir (2004; 2008) hefur bent á að í náminu tileinki nemendur sér fleira en þekkingu og færni, svo sem ákveðnar rannsóknaraðferðir, tungutak, orðræðu, gildi og reglur sem eru hluti af sjálfsmynd greinarinnar. Með þessu móti myndast ákveðinn menningarhópur sem deilir trú á aðferðafræði, kenningar, tækni og viðfangsefni. Með þetta í huga má velta fyrir sér hvort ástæðu þess að ekki er meiri munur á viðhorfum karla og kvenna innan menningar námsgreinanna megi að ein- hverju leyti skýra með þessari samsömun allra nemenda við ákveðna menningu sem ríkir innan deildarinnar og að til þess að samsamast náminu sé nauðsynlegt að til- einka sér þá ímynd sem námsgreinin hef- ur. Londa Schiebinger (1999) hefur bent á að margar konur sem feti inn í heim raun- vísinda hafi enga löngun til þess að rugga bátnum, þær verði oft mjög íhaldssamar og berjist gegn breytingum og falli þannig inn í þá staðalmynd sem einkennir raun- vísindin. Margolis og félagar (2000) töldu að leggja þyrfti áherslu á að víkka menn- inguna í deildinni og skoða námskrána með þessi atriði í huga og leggja áherslu á að það eru margar gildar leiðir til að hafa áhuga á raunvísindum. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda því til þess að nemendur séu búnir að laga sig að þeirri menningu sem ríkir innan námsgreinanna og tileinka sér helstu þætti hennar. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru fjölþættar og hægt er að nýta þær til að fá innsýn í reynslu nemenda í þessum greinum. Helsti vankantur rannsóknar- innar er svarhlutfallið en það hefði mátt vera hærra. Hlutfallið var 44% í fyrsta hluta spurningalistans en ekki nema 30% í síðasta hluta hans. Ekki er því hægt að útiloka þann möguleika að þeir sem hafi svarað hafi verið frábrugðnir þeim sem ekki svöruðu hvað varðar þá þætti sem hér voru kannaðir.Vert er þó að hafa í huga að könnunin var lögð fyrir allt þýðið, sem samanstendur af skráðum nemendum, ekki er ljóst hvort allir sem eru skráðir eru virkir nemendur og gæti það hugsanlega útskýrt að einhverju leyti lágt svarhlutfall. Niðurstöðurnar eru þó í samræmi við það sem búist var við í ljósi fræðanna og fyrri rannsókna og er því ekki ástæða til að ætla að um slæma kerfisbundna skekkju sé að ræða. Hafa ber í huga að einungis var ver- ið að skoða þá nemendur sem stunda nám í greinum þar sem hlutfall kvenna er lágt og hægt er að nota sem grunn að saman- burði við aðrar greinar þar sem hlutfallið er jafnara. Einnig væri mjög gagnlegt að skoða þá nemendur sem hafa hafið nám í þessum fjórum greinum en ekki lokið því og af einhverjum ástæðum horfið frá námi. Á leið til jafnréttis: Tillögur að úrbótum Hjá Schiebinger (1999) kemur fram að leggja þurfi áherslu á þrjá þætti til að fjölga konum í raunvísindanámi; í fyrsta lagi þarf að fjölga konum í vísindastarfi al- mennt, í öðru lagi þarf að umbreyta þeirri menningu sem ríkir innan raunvísinda og í þriðja lagi þarf að vera rými fyrir nýjar spurningar innan vísindanna. Notað hefur verið hugtakið stýrandi spádómur (e. self- fulfilling prophecy) til að vísa til þess hvernig nemendur standa undir þeim væntingum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.