Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 95

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 95
95 Kyngervi raunvísinda: Námsval og aðstæður kvenna í hefðbundnum karlagreinum við Háskóla Íslands sem gerðar eru til þeirra. Ef til að mynda náms- og starfsráðgjafar telja ólíklegt að stúlkur geti unnið við vísindastörf eru þeir ólíklegir til að hvetja stúlkur til að sækja í námsbrautir í raunvísindum eða stærð- fræði. Afleiðingar af því geta orðið þær að stúlkur sæki minna á slíkar námsbrautir, sem styrkir þá í raun trú náms- og starfs- ráðgjafans og myndar stýrandi spádóm (Andersen og Hysock, 2009). Það þarf því að vinna markvisst að því að kennarar, náms- og starfsráðgjafar og aðrir starfs- menn í skólakerfinu hvetji konur jafnt sem karla til að velja nám á sviði raunvísinda, og jafnvel konurnar sérstaklega. Erlendar rannsóknir benda einnig til þess að hægt sé að hafa áhrif á viðhorf nemenda til kynbundinna starfa þannig að þeir skoði störfin í öðru ljósi (Tracy, 2002; Turner og Lapan, 2005). Það er því mjög mikilvægt að auka náms- og starfsfræðslu í skólum, sérstaklega með það markmið í huga að vinna gegn staðalmyndum sem tengdar eru ákveðnum störfum. Þetta á sérstaklega við um störf í raunvísindum og tækni þar sem karllæg menning virðist enn ríkja. Menntamálaráðuneytið gaf út skýrslu um konur í vísindum árið 2002 og er þar drepið á þætti sem finna má samhljóm með í verkum Betz (2005) og niðurstöðum þess- arar rannsóknar. Í skýrslunni kemur fram að ein af orsökunum fyrir því að svo fáar konur sækja í ákveðnar fræðigreinar hafi verið rakin til skorts á kvenfyrirmyndum í greinunum. Lögð er áhersla á að gera vís- indin meira aðlaðandi fyrir stúlkur strax á fyrstu skólastigum og gefa þarf kennslu- fræði vísindanna og framsetningu efnisins gaum, til dæmis með fjölbreyttari nálgun á námsefnið. Einnig þarf að fjölga konum í hópi raungreinakennara í grunn- og fram- haldsskólum (Menntamálaráðuneytið, 2002). Unnið hefur verið að því að jafna náms- val kynjanna innan Háskóla Íslands. Ráð- ist var í viðamikla kynningu á námi í verk- fræði og tölvunarfræði í Háskóla Íslands með það að markmiði að fjölga kvennem- endum í þessum greinum. Á vormisseri 2001 heimsótti verkefnastjóri átaksins alla framhaldsskóla landsins þar sem kynnt var nám og starf í tæknigreinum. Kvennem- endur úr þessum greinum, ásamt kven- verkfræðingum og tölvunarfræðingum, voru með í för og kynntu nám sitt og störf fyrir stúlkum í framhaldsskólum. Einnig stóð átakið fyrir Tæknidögum í Ráðhúsi Reykjavíkur í samstarfi Rannís og annarra rannsóknastofnana þar sem tekið var á móti grunnskólanemendum sem kynntu sér tækni og vísindi (Erla Hulda Halldórs- dóttir, 2004). Samkvæmt skýrslu um jafn- rétti í Háskóla Íslands telja höfundar að hugsanlega megi rekja fjölgun kvenna í véla- og iðnaðarverkfræði til þessa átaks- verkefnis (Auður Magndís Leiknisdóttir, Ásdís Aðalbjörg Arnalds og Friðrik H. Jónsson, 2009). Halda þarf áfram á þeirri braut að gera starfsvettvanginn sýnilegri, bæði með átaksverkefnum og kynningum sem stuðla að sýnileika kvenna í raunvís- indum. Á grundvelli laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 hefur Háskóli Íslands (2009) sett fram ákveðnar aðgerðir í jafnréttisáætlun fyrir árin 2009–2013 sem vinna á að. Þar segir meðal annars að stuðla skuli að því að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.