Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 126

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 126
126 Rúnar Sigþórsson þau áhrif að námsgreinar eða námsþættir sem prófað er úr fá forgang og aukna at- hygli fram yfir annað. Hún leiðir einnig til þess að kennt er undir próf með ýmsum hætti til að stuðla að betri frammistöðu nemenda (Dysthe, 2004). Sjálft form sam- ræmdra prófa hefur ýtt undir þessa gagn- rýni og bent er á að skrifleg fjölvalspróf henti fremur til að mæla einfalda þekk- ingu en hugsmíðar, skapandi nám og fjöl- þætta hæfni. Um leið og farið er að kenna undir prófin er líklegt að það sem þau mæla verði að þungamiðju skólastarfsins á kostnað þess sem þau mæla ekki. Þannig þarf bætt frammistaða á prófum ekki að vera til marks um auðugri námsreynslu og bætta menntun nemenda (Dysthe, 2004; Linn, 2000). Allan þann tíma sem samræmdu prófin hafa verið haldin hér á landi hefur verið safnað margvíslegum gögnum um niður- stöður þeirra. Hins vegar hefur skort rann- sóknir þar sem reynt er að kanna samband þeirra við tilhögun kennslu og náms og setja það í fræðilegt samhengi með það fyrir augum að hefja umræðuna um prófin yfir eintrjáningslega flokkadrætti með prófunum og á móti. Í þessari grein er fjallað um hluta niðurstaðna stærri rann- sóknar sem lauk 2008. Tilgangur hennar var að kanna hvaða mark samræmdu prófin í náttúrufræði og íslensku í 10. bekk og í íslensku í 7. bekk settu á kennsluhug- myndir kennara, tilhögun kennslu og nám nemenda í þessum tveimur greinum. Nið- urstöður þeirrar rannsóknar bentu til þess að á unglingastigi grunnskóla væri sterk meðvitund um samræmdu prófin, bæði innan skólanna og í umhverfi þeirra. Þær bentu einnig til þess að kennslutilhögun kennara tæki á margan hátt mið af mikil- vægi þess að komast yfir námsefni sem byggi nemendur sérstaklega undir prófin. Þessi sterka meðvitund var að nokkru leyti rakin til þeirrar hagsmunatengingar sem samræmdu prófin í 10. bekk höfðu fyrir nemendur á þeim tíma sem rannsóknin var gerð, en þá voru þau hluti af loka- prófi þeirra úr grunnskóla. Hún var einnig rakin til þrýstings á kennara frá stjórn- endum skóla, skólayfirvöldum í héraði og foreldrum á að nemendur þeirra skoruðu hátt í samanburði við landsmeðaltal. Í rannsókninni var engu að síður sleginn sá varnagli að ekki væri, á óyggjandi hátt, unnt að greina samræmdu prófin frá ýms- um öðrum áhrifavöldum. Þar var ekki síst vísað til sterkrar hefðar í íslenskum grunn- skólum fyrir kennsluháttum af því tagi sem mest voru áberandi í rannsókninni en þeim hefur verið lýst í fleiri rannsóknum (Hafsteinn Karlsson, 2007; Ingvar Sigur- geirsson, 1992; Kristín Jónsdóttir, 2003; Kristrún Lind Birgisdóttir, 2004). Í samræmi við Lög um grunnskóla frá 2008 er ekki lengur samræmt próf í nátt- úrufræði og íslenskuprófið í 10. bekk er ekki lengur hluti af lokaprófi úr grunn- skóla heldur gegnir hlutverki samræmds könnunarprófs líkt og prófið í 4. og 7. bekk (Lög um grunnskóla nr. 91/2008; Reglu- gerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla nr. 435/2009). Þar af leið- andi á íslenskuprófið ekki að hafa áhrif á inngöngu nemenda í framhaldsskóla og með því hefur verið aflétt beinni tengingu þess við hagsmuni nemenda. Í ljósi þess er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.