Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 130

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Qupperneq 130
130 Rúnar Sigþórsson Aðferð Rannsóknin var eigindleg tilviksrann- sókn og fylgdi hefðbundnu sniði slíkra rannsókna (Hitchcock og Hughes, 1995). Til þátttöku voru valdir fjórir heildstæðir grunnskólar og í þeim hluta rannsóknar- innar sem hér um ræðir var litið á hvern skóla sem tilvik. Skólarnir voru fyrst og fremst valdir sem ásetningsúrtak en að nokkru leyti réðu hentugleikasjónarmið (Cohen, Manion og Morrison, 2000) sem byggðust á því að kostnaður við ferðalög yrði ekki óheyrilegur. Skólarnir voru ólíkir hvað varðaði nemendafjölda og staðsetn- ingu en einnig var við það miðað að þeir væru dæmigerðir í þeim skilningi að þeir væru ekki þekktir að því að gera sérstakar ráðstafanir vegna samræmdu prófanna – eða gera þær ekki. Þá var þess gætt að þeir kennarar sem rætt var við hefðu starfsrétt- indi og nokkurra ára starfsreynslu. Gagna í þessum hluta rannsóknarinnar var aflað með einstaklingsviðtölum við ís- lenskukennara í 6. og 7. bekk, vettvangsat- hugunum í kennslustundum hjá þeim og viðtölum við rýnihópa nemenda í 7. bekk. Enn fremur voru skoðuð skrifleg gögn frá hverjum skóla, svo sem skólanámskrár, fréttabréf og kynningarbæklingar. Allir skólarnir voru heimsóttir á útmánuðum 2005 og aflað gagna um íslenskukennslu í 6. bekk. Haustið eftir, skömmu áður en samræmdu prófin voru lögð fyrir, voru skólarnir heimsóttir á nýjan leik og gagna aflað um íslenskukennsluna í 7. bekk. Einstaklingsviðtölin voru hálfformgerð (Hitchcock og Hughes, 1995). Rætt var um inntak og tilhögun kennslu viðmæl- enda, viðfangsefni nemenda, námsmat og námsaðlögun. Einnig var rætt um viðhorf viðmælenda til Aðalnámskrár grunnskóla 1999, hugmyndir þeirra um íslensku sem námsgrein og íslenskukennslu. Þá var rætt um viðhorf viðmælenda til prófanna og hver þeir teldu áhrif þeirra vera. Í vettvangsathugunum var notað skrán- ingarform sem tók að mestu leyti mið af viðtalsrammanum við kennara og hugtaka- líkani rannsóknarinnar. Þar var til greind uppröðun og skipulag kennslustofu, upp- haf og lok kennslustunda, kennslu aðferðir og -tilhögun kennara, náms efni og við- fangsefni nemenda, náms aðlögun, náms- mat og vísanir til samræmda prófsins. Vett- vangsathuganirnar voru því sem næst án þátttöku. Fimm til sjö nemendur voru í hverjum rýnihópi. Þeir voru valdir með ásetnings- úrtaki og reynt að hafa hópana blandaða með tilliti til kynja og námsgetu. Svo til öll viðtölin fóru fram í kennslustofum nem- endanna. Ég lagði áherslu á að tala ekki við nemendur fyrr en ég hafði heimsótt kennslustund þar sem þeir voru. Ég hafði þá verið kynntur fyrir nemendunum, þeim hafði verið skýrt frá erindi mínu í skólann og eins var hægt að ræða um kennslu- stundirnar sem ég hafði heimsótt. Í við- tölunum var fylgt fyrirfram gerðum hálf- formgerðum viðtalsramma og þau snerust um svipaða þætti, frá sjónarhóli nemenda, og viðtölin við kennarana. Við greiningu gagnanna var stuðst við aðferð sem Flick (2006) kallar þema- lyklun. Gögnin voru greind að mestu leyti á grundvelli fyrirfram ákveðinnar flokk- unar sem byggð var á hugtakalíkaninu. Unnið var með hvern skóla sem tilvik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.