Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 136

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 136
136 Rúnar Sigþórsson námskrárinnar í 6. og 7. bekk er annars vegar skýr aðgreining efnisþátta og hins vegar mikil áhersla á málfræði og stafsetn- ingu. Hvort tveggja er í litlu samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla í íslensku, hvort sem miðað er við námskrána frá 1999 eða námskrána frá 2007. Í þeim báðum eru efnislega samhljóða ákvæði um sam- fléttun efnisþátta námskrárinnar og tekinn er vari fyrir því að gera hugtakakerfi bók- menntafræði og málfræði að sjálfstæðum viðfangsefnum án tengsla við aðra þætti tungumálsins (Menntamálaráðuneytið, 1999b, 2007). Hina miklu áherslu á staf- setningu sem sjálfstætt viðfangsefni verð- ur einnig að skoða í ljósi þess að stafsetn- ing er ekki meðal inntaksþátta sem nefndir eru í námskránum. Niðurstöðurnar bentu enn fremur til þess að kennarar líti svo á að eiginlegri lestrarkennslu sé lokið í 6. bekk og miði þá við að nemendur hafi náð eðlilegum les- hraða. Það vekur spurningar um hvernig þjálfun í lesskilningi sé háttað og hvort kennarar líti ekki á lesskilning sem við- fangsefni íslenskukennslu heldur miði lestur nemenda að því að lesa sögur og svara úr þeim skriflegum spurningum um efnisatriði og bókmenntafræði. Sama má segja um þjálfun í ritun þar sem fáar vísbendingar sáust um eiginlega ritunar- kennslu. Loks verður ekki hjá því komist að nefna þá litlu áherslu á talað mál og hlustun sem fram kom í niðurstöðunum og gerði þessa þætti nánast að núll-nám- skrá (Eisner, 1994) í íslenskukennslunni. Þetta misræmi milli Aðalnámskrár grunn- skóla og raunveruleikans í kennslustofum skólanna fjögurra liggur beinast við að skoða í ljósi hugtakalíkansins sem lýst er í fræðilegu samhengi rannsóknarinnar (Rúnar Sigþórsson, 2008) og skýra með kenningum um misræmið milli námskrár- þátta líkansins (van den Akker, 2003). Aðalnámskrá grunnskóla veitir ýmiss konar leiðsögn um tilhögun kennslu og náms. Í Almennum hluta námskrárinnar bæði frá 1999 og 2006 sem og í íslensku- námskránum frá 1999 og 2007 (Mennta- málaráðneytið, 1999a, 1999b, 2006, 2007) er lögð áhersla á að námsmat sé leiðsagnar- miðað, kennsluaðferðir fjölbreyttar og við- fangsefni nemenda margvísleg, skapandi, verðug og við hæfi nemenda. Áherslu á innlagnir og einstaklingsvinnu nem- enda, fábrotin úrræði til námsaðlögunar (Tomlinson og Eidson, 2003) og námsmat sem lokamat fremur en leiðsagnarmat (Black og Wiliam, 1998) verður að skoða með hliðsjón af þessu. Eitt merki um litla áherslu á leiðsagnarmat í skólunum var að kennarar virtust ekki hafa gengist inn á hugmyndir stjórnvalda um leiðsagnar- gildi samræmdu prófanna. Samkvæmt hugtakalíkani rannsóknar- innar svarar áunnin námskrá nemenda til raunverulegrar námsreynslu þeirra og þess sem þeir bera – eða bera ekki – úr být- um með námi sínu. Hún er því órjúfanlega tengd virku námskránni og því hvernig kennsluhugmyndir kennara (Brown, 2004) móta hana. Athygli vekur sú hugmynd sem nokkrir kennaranna viðruðu – og nemendur endurómuðu sterklega – að inntak og tilhögun íslenskukennslunnar í 6. og 7. bekk miðaði að því að búa nem- endur undir unglingastigið og færi saman við að búa þá undir samræmda prófið í 7.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.