Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 137

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Síða 137
137 Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins í 7. bekk bekk. Að baki virtist búa sú hugmynd að árangur á þessum sviðum gagnaðist þeim best á unglingastiginu; þangað ættu þeir að koma sterkir í málfræði og stafsetn- ingu, með talsverða reynslu af lestri ýmiss konar bókmenntatexta og þjálfun í að beita hugtökum bókmenntafræði til að fjalla um þá. Miðað við niðurstöður þess hluta rannsóknar Rúnars Sigþórssonar (2008) sem beindist að unglingastiginu verður þó að spyrja hversu vel nemendur hafi verið búnir undir unglingastigið í raun og veru. Þær niðurstöður bentu til að oft væri þungt fyrir fæti í málfræðikennslu á ung- lingastiginu og áhugi nemenda á henni takmarkaður. Þær bentu enn fremur til að nemendur ættu oft í talsverðum erfið- leikum með bókmenntatexta sem þar voru lesnir og nokkrir kennaranna á unglinga- stiginu sem rætt var við lýstu áhyggjum af þverrandi lesskilningi og skorti á almenn- um málþroska nemenda. Til að flækja svo umræðuna enn verður að halda því til haga að á 7. bekkjarpróf- inu í íslensku var vægi hlustunar og les- skilnings 40% og ritunar 10% á þeim árum sem rannsóknin var gerð. Hins vegar virtust þessir prófþættir af einhverjum ástæðum kennurum mun síður hugstæðir en málfræðin og stafsetningin. Hugsan- lega höfðu þeir óskýrari og ósamstæðari hugmyndir um það hvernig hægt væri að búa nemendur undir þennan prófþátt eða töldu ekki þörf á því, samanber það sjónarmið að nemendur væru orðnir læsir í 6. bekk og þar af leiðandi ekki þörf á sér- stakri lestrarkennslu þar. Orðræða nemenda um 7. bekkjarprófið var einnig athyglisverð og nánast endur- speglun á orðræðu nemenda á unglinga- stigi um 10. bekkjarprófið. Þessir krakkar kviðu samræmda prófinu í svipuðum mæli og félagar þeirra á unglingastiginu. Þeir töluðu um að ná prófinu eða falla á því og virtust líta á gengi sitt á prófinu sem sterka forspá um árangur sinn á unglingastiginu, möguleika sína á að „ná“ 10. bekkjarpróf- inu til að geta hafið einingabært nám í framhaldsskóla og fengið inngöngu í þá framhaldsskóla sem hugur þeirra stóð til. Nokkrir nemendur viku einnig að þeirri stimplun sem kennarar þeirra töldu að fælist í niðurstöðum prófanna og hugsan- lega mótaði sú hugmynd afstöðu þeirra að einhverju leyti. Þessir krakkar voru einnig uppteknir af þeirri hugmynd að hægt væri að auka möguleika sína á góðum árangri í prófinu með því að læra vel undir það; æfa sig á gömlum prófum og vinna vel í bókunum. Af þessu er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að krakkarnir hafi end- urómað ríkjandi orðræðu innan skólanna og meðal foreldra sinna um jafngildi próf- anna í 7. og 10. bekk, gengi á 7. bekkjar prófinu sem forspá um námsgengi á ung- lingastiginu og kunnáttu í áhersluþáttum virku námskrárinnar sem mikilvægasta undirbúninginn fyrir nám á unglingastig- inu. Íslenskukennslan og samræmda prófið Samkvæmt námskrárlíkaninu sem lá til grundvallar þessari rannsókn er litið svo á að virka námskráin og frávik hennar frá þeirri áformuðu byggist að miklu leyti á kennsluhugmyndum kennara (Brown, 2004), þekkingu þeirra og hæfni (Brans- ford o.fl., 2005), faglegu sjálfstrausti þeirra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.