Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 146

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 146
146 sérstaða hverrar þjóðar er virt. Dæmi um slíkt er t.d. það hvort löndin kjósa að hafa sérstaka barnaverndarlöggjöf eins og Ís- land og Noregur eða staðsetja lagabálkinn innan félagsmálalöggjafar eins og í Sví- þjóð. Í þessum kafla eins og víðar í bókinni vantar upplýsingar um barnaverndarstarf frá Íslandi og það hve miklu síðar hin faglega uppbygging á barnaverndarstarfi varð hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Hér, eins og á hinum Norðurlöndunum, voru það ýmiss konar félagasamtök, fyrst og fremst kvenfélög eða önnur félög undir forystu kvenna, sem fyrst fóru að vinna að velferðarmálum barna og oftar en ekki var markhópurinn börn fátækra mæðra. (Guð- jón Friðriksson, 1994; Símon Jóh. Ágústs- son, 1942). Ættleiðingar er málaflokkur sem heldur lítið hefur verið skrifað um hér á landi og fáar rannsóknir hafa verið gerðar á högum kjörbarna og kjörforeldra. Lög um ætt- leiðingar voru heldur ekki samþykkt hér á landi fyrr en 1953 sem er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum. Umfjöllunin hefur fyrst og fremst snúist um rétt fólks til að ættleiða börn, hvaða lög og reglur gilda um það og um langa bið eftir kjörbarni (Hrefna Friðriksdóttir, 2011; Sigrún María Kristinsdóttir, 2009). Lítið hefur farið fyrir umræðu um ólík siðferðileg málefni sem tengist ættleiðingum barna og því fróð- legt að skoða ólík viðhorf og hugmyndir sem lágu til grundvallar lögum um ætt- leiðingar á hinum Norðurlöndunum. Í Svíþjóð kom t.d. skýrt fram í umræðum um ættleiðingar á fyrri hluta aldarinnar að þörf væri á að útvega vanræktum og fátækum börnum gott heimili hjá barn- lausum hjónum í góðum efnum. Þetta viðhorf lýsir meðal annars vel þeirri stétta- pólitík sem ríkti – og ríkir enn – í ýmsum málum er tengjast barnavernd, en sjaldan er fjallað um. Í bókinni kemur skýrt fram að í umfjölluninni um ættleiðingar var áherslan ekki alltaf á hagsmuni barnsins heldur kjörforeldranna, eins og t.d. þegar fjallað var um rétt þeirra til að slíta ættleið- ingunni ef barnið væri haldið ákveðnum sjúkdómi. Það er einnig athyglisvert að sjá að eftir að lög um ættleiðingar voru sam- þykkt á öðrum Norðurlöndum í upphafi aldarinnar þótti það eðlilegt að barnið tilheyrði tveimur fjölskyldum, bæði upp- runafjölskyldu sinni og kjörfjölskyldu. Umræðan um mikilvægi blóðbanda var mikil og það var ekki fyrr en á seinni hluta aldarinnar að hugmyndir um sterkar ætt- leiðingar urðu ráðandi, þ.e. að öll tengsl milli upprunafjölskyldu og kjörbarns rofnuðu og kjörbarnið nyti alfarið sömu réttinda og líffræðileg börn kjörforeldra. Mikill vilji og áhugi virðist hafa verið til að samræma löggjöf um ættleiðingar á öllum Norðurlöndum. Í kaflanum um skólabörn er sjónum beint að heilsuvernd og aðbúnaði í skólum frekar en kennslu. Enn á ný vekur það athygli hve öflug norræn samvinna hefur verið á þessu sviði og fram kemur að fyrsta norræna ráðstefnan um líkamlega umhirðu og hreinlæti var haldin árið 1924. Ekki kemur fram hvort eða hvenær Ísland varð þátttakandi í þessu samstarfi og í kaflanum eru nær engar upplýsingar um þróun þessa málaflokks hér á landi. Loks er fjallað um „stríðs- og flóttabörn“. Fyrir Íslendinga hafa stríð og afleiðingar Anni Haugen
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.