Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 147

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 147
147 Velferð barna á Norðurlöndum í heila öld þeirra fyrir börn og fjölskyldur lengst af verið fjarlæg mál, eitthvað sem gerist ann- ars staðar. Frásagnir af flutningi yfirvalda á börnum frá Finnlandi og síðan þangað aftur að loknu stríði eru áhugaverðar svo og það hvernig Norðurlandaþjóðir aðstoðuðu þýsk börn eftir stríð. Norska fræðikonan Kjersti Ericsson (2009) hefur ritað þann hluta þessarar sögu sem snýr að Noregi og bendir þar á hvernig ákvarð- anir varðandi þessi börn eru oft litaðar af pólitískum straumum og stefnum. Ef við skoðun okkar eigin sögu er þar ýmislegt að finna sem fangar hugann og varðar börn á tímum hernámsins og árunum fyrst eftir síðari heimsstyrjöldina. Nægir þar að nefna hina svokölluðu ástandsskýrslu frá árinu 1941 þar sem talið var að rúmlega 450 konur á aldrinum 12–61 árs hefðu komist á skrá lögreglu vegna mjög náinna kynna við setuliðið. Af þessum fjölda voru 152 stúlkur 17 ára eða yngri og talið mjög mikilvægt að grípa til sérstakra ráðstafana til að bjarga siðferði þeirra (Eggert Þór Bernharðsson, 1996). Að lokum Bókin sem hér um ræðir er yfirgrips- mikið verk og þar er reynt að kafa ofan í áhugaverða málaflokka sem varða börn. Þrjú atriði eru mér einkum hugstæð eftir lesturinn. Í fyrsta lagi það hve langt og öflugt hið norræna samstarf hefur verið á sviði velferðarmála barna. Í öðru lagi það hvernig sagan endurtekur sig, hvernig sömu umræðuefnin eru rædd aftur og aftur, t.d. dvalir barna á stofnunum, tengsl barna við foreldra og mikilvægi blóð- tengsla. Í þriðja lagi er fjarvera íslenskra upplýsinga um flesta þessa málaflokka mikið umhugsunarefni og vekur margar spurningar. Að einhverju leyti stafar það líklega af því að lítið hefur verið skrifað um þessi mál frá íslenskum sjónarhóli, að minnsta kosti á erlendu tungumáli. Í bók eins og þessari, þar sem einn fræðimaður frá hverju landi tekur þátt, er einnig erfitt að fá yfirlit yfir svo vítt svið og skoða sögu hvers lands um sig auk þess sem frekari rannsóknir vantar tilfinnanlega. Hver er saga ættleiðinga hér á landi, hvernig hefur barnaverndin þróast, hver urðu örlög allra þessara ungu stúlkna sem voru í „nánum kynnum“ við setuliðið? Fleiri vangaveltur vakna, t.d. um það hvernig þessi ólíku svið tengjast innbyrðis og hvað var að ger- ast annars staðar í Evrópu á þessum tíma. Þrátt fyrir skort á íslensku efni er bókin afar áhugaverð og hinar fjölmörgu myndir sem prýða hana, bæði frá Íslandi og ná- grannalöndunum, glæða hana miklu lífi. Heimildir Andresen, A., Ólöf Garðarsdóttir, Janfelt, M., Lindgren C., Markkola P, og Söderlind, I. (2011). Barnen och välfärdspolitiken: Nor- diska Barndomar 1900–2000. Stockholm: Dialogos förlag. Barnavernd Reykjavíkur. (1957). Barnavernd Reykjavíkur 1932–1957. Reykjavík: Félags- prentsmiðjan. Brembeck, H., Johansson, B. og Kampmann, J. (ritstjórar). (2004). Beyond the competent child: Exploring contemporary childhoods in the Nordic welfare societies. Roskilde: Uni- versity Press. Bryndís S. Guðmundsdóttir. (2004). Meðferð fyrir börn á stofnunum og/eða meðferðarheim- ilum. Sótt 29. Ágúst 2011 af: http://www. bvs.is/?m=1&ser=116.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.