Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 149

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Page 149
149 Árið 2000 komu bækurnar Hugsun og menntun og Reynsla og menntun eftir John Dewey út á vegum Rannsóknarstofn- unar Kennaraháskóla Íslands. Segja má að þessu verki sé nú fylgt eftir með bókinni John Dewey í hugsun og verki: Menntun, reynsla og lýðræði. Í henni eru níu greinar eftir íslenska skólamenn auk fjögurra greina eftir Dewey. Sem fyrr er það Gunn- ar Ragnarsson sem þýðir. Gunnar er einn afkastamesti þýðandi heimspekirita á ís- lensku og ber að þakka honum sérstaklega fyrir vel unnin verk. Að þýða Dewey hefur ábyggilega verið þung þraut en afrakstur- inn er Gunnari til sóma. Í formála taka ritstjórar fram að þeir hafi ekki viljað einskorða sig við „fræðilega hugsun um verk Deweys“ (bls. 7) heldur hafi þeir einnig leitað eftir fólki sem unnið hefur með hugmyndir hans. Mér sýnist að þessi leit hafi einungis skilað grein Elvu Önundardóttur, „„Þetta er besti dagur lífs míns“: Samfélagið í einingakubbum.“ Kubbarnir eru höfundarverk Caroline Pratt, hún hannaði þá árið 1913 og þeir halda greinilega gildi sínu enn þann dag í dag. Af frásögn Elvu er ljóst að nem- endur Brákarborgar hafa skemmt sér hið besta í þroskandi leik með kubbana. Það er hins vegar ofmælt að þar hafi sérstak- lega verið unnið með hugmyndir Deweys – þó má segja að Dewey sé það víðfrægur og áhrifamikill að tengja megi hvers kyns nýmæli og tilraunastarf í skólum við hug- myndir hans. Í Hugsun og menntun er ágæt yfirlitsgrein Gunnars Ragnarssonar „Um John Dewey“ þar sem hann rekur ævi hans, gerir grein fyrir helstu ritum hans og fjallar um lykil- hugtök í hugsun hans. Ólafur Páll Jónsson fylgir línu Gunnars og fyllir enn betur upp í myndina af Dewey. Geir Sigurðsson gerir skilmerkilega grein fyrir áhrifum og arfleifð Deweys í Kína. Samanlagt mynda þessar greinar góðan inngang og gefa gott yfirlit um bakgrunn, helstu hugmyndir og áhrif Deweys. Athygli vekur að greinar Gunnars E. Finnbogasonar og Höllu Jónsdóttur byggjast á skandinavískum heimildum og þýðingum á verkum Deweys en sjálfsagt eru vandfundin þau menningarsvæði sem ekki eiga þýðingar á lykilverkum Deweys og ekki hafa orðið fyrir áhrifum Hvers konar reynsla er menntandi? Umsögn um bókina John Dewey í hugsun og verki: Menntun, reynsla og lýðræði. Ritstjórar Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur Páll Jónsson. Hreinn Pálsson Háskóla Íslands Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 149.-152.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.