Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 150

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2011, Side 150
150 Hreinn Pálsson af hugmyndastraumum sem rekja má til hans. Grein Gunnars setur Dewey í hug- myndasögulegt samhengi. Það stingur ögn í augun þegar Gunnar segir: „Hverjar voru megináherslur umbótahreyfinga sem tók að vaxa fiskur um hrygg upp úr 1890? Í fyrsta lagi hafði orðið mikil framþróun í barnasálfræði sem gaf nýja sýn á þroska og námsferil barna“ (bls. 46). Draga verður í efa gildi heimildanna sem vísað er til þar sem barnasálfræði var varla til sem fræði- grein um 1890 en vissulega má segja að á þessum árum hafi orðið hugarfarsbreyting sem stuðlaði að því að þroskasálfræðin kom síðar fram. Grein Höllu setur hlutina í íslenskt samhengi og listinn um dygð- irnar (bls. 138-139) sem Lindström telur að mikilvægt sé að vinna með í samræðu er allrar athygli verður. Jón Ólafsson á stutta en afar mikilvæga grein um heimspekilegan pragmatisma þar sem hann færir rök fyrir því „að best sé að skilja pragmatisma út frá hlutverki vafans í allri heimspekilegri og vísinda- legri (fræðilegri) hugsun“ (bls. 155-156). Ég leyfi mér að mæla sérstaklega með þessari grein. Í neðanmálsgrein getur Jón ýmissa þýðinga á hugtakinu pragmatismi og hafnar þeim öllum þar sem engin þeirra nái fyllilega merkingu hugtaksins. Aðrir höfundar í bókinni fylgja Gunnari Ragnar- syni og nota verkhyggju sem þýðingu á pragmatisma. Forvitnilegt hefði verið ef Jón hefði skýrt mál sitt betur með dæmum eða að ritstjórar hefðu skýrt takmarkanir á verkhyggju sem þýðingu á pragmatisma. Guðmundur Heiðar Frímannsson einbeitir sér að bók Deweys, Lýðræði og menntun, frá 1916 og heldur „fram þeirri túlkun á kenningu Deweys að menntun og lýðræði séu tengd órofa böndum og að það kristallist í hugmynd Deweys um lýðræði sem samfélag vaxtar og þroska“ (bls. 128). Guðmundur Heiðar tekur fram í upphafi (bls. 108) að Lýðræði og menntun skeri sig úr öðrum verkum Deweys sökum þess hversu aðgengileg bókin er þó hún sé ekki alls staðar ljós og skýr. Kristján Kristjánsson segir það „ekki heiglum hent að lesa rit Johns Dewey sér til skilnings og innblásturs“ (bls. 89). Kristján nefnir tvær ástæður fyrir þessu, umfang og stíl. Ritferill Deweys spannaði 71 ár og heildar- ritsafnið er 37 þykk bindi. Kristján fjallar um siðfræði Deweys, siðferðilegt sjálf og siðferðilegt uppeldi. Það vekur athygli að Kristján kýs að nýta sér tilvitnanasafn Rogers Bergman án þess að tengja það með beinum hætti í einstök verk Deweys. Ég trúi ekki öðru en að Bergman hafi gengið þannig frá tilvitnanasafni sínu að sjá megi að t.d. Hugsun og menntun er hluti af bindi 8 úr þriðja hluta heildarrit- safnsins 1925-1953 og upphaflega gefið út 1933. Þetta verklag Kristjáns gerir lesand- anum illmögulegt að átta sig á við hvaða verk Deweys þeir Kristján og Bergman styðjast nema að hann hafi heildarritsafnið við höndina. Kristján segir Bergman hafa dregið „kjarnann úr kenningu Deweys um hið siðferðilega sjálf saman í níu kenni- setningar“ (bls. 100). Kristján gerir grein fyrir þessum níu kennisetningum á fjórum síðum (bls. 101-104) og vissulega eru þær forvitnilegar og létta þeim lífið sem sundl- ar við að lesa frumverk Deweys. Ólafur Páll Jónsson segir m.a. að at- hyglisvert sé „að bera hugmyndir Deweys
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.