Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 5

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 5
AF SANNLEIKA oG LyGI Í SÖGULEGUM SKILNINGI 5 markalínur sannleika og uppspuna. Þannig gæti samsláttur heimspeki og bókmennta búið í haginn fyrir hið óorðna. Þegar sagan af sambúðarerjum heimspeki og bókmennta er rakin er vandratað fram hjá hinni alræmdu gagnrýni Platons á skáldin sem hann setti fram í fullmótaðri mynd í sinni miklu bók Ríkinu. Raunar má skoða þessa neikvæðu afstöðu Platons til skáldskapar í ljósi álits hans á skrifum sem kemur hvað skýrast fram í samræðu hans Faídrosi: um leið og hugs- unin er skrifuð niður glatast eitthvað, einhver hætta skapast sem ekki verð- ur losnað við upp frá því. Alkunna er að lærifaðir Platons, sjálfur Sókrates, skrifaði aldrei neitt, heldur hélt sig við að ræða við fólk augliti til auglitis og þýfga það um það sem það vissi – eða taldi sig vita. Þannig virðist Sókrates, a.m.k. í samræðum Platons, fara nærri því að vera hreinn heim- spekingur. En allir vita hvernig það fór: Sókrates var ákærður fyrir ýmsar sakir og látinn drekka eitur. Við réttarhöldin flutti hann varnarræðu sem Platon færði til bókar og hefur æ síðan þótt glæsilegt dæmi um mikilleik Sókratesar. En er sú Málsvörn Sókratesar sem hefur skilað sér til okkar, þökk sé Platoni, örugg heimild um þá ræðu sem í reynd fór um munn Sókratesar við réttarhöldin? Gunnar Harðarson færir í grein sinni hér í heftinu ítarleg rök fyrir því að svo sé ekki: Málsvörnin sé svo þaulhugsað og listilega samsett bókmenntaverk að erfitt sé að ímynda sér að Sókrates hafi mælt hana af munni fram, og þar að auki hafi Málsvörnin að geyma svar Platons sjálfs við aðfinnslum við persónu og athafnir Sókratesar sem Aristófanes kom fyrir í gamanleik sínum Skýjunum. Raunar séu Skýin eins konar „undirtexti“ Málsvarnarinnar. Platon ber einnig á góma í grein Róberts Jacks um íslenska efnahags- hrunið, og er þar raunar í aðalhlutverki. Róbert rekur hvernig Platon lýsir þróuninni frá fámennisstjórn til lýðræðis í VIII. bók Ríkisins og dregur fram sláandi hliðstæður við Ísland síðustu ára eða áratuga. Við verðum svo að vona að þróunin haldi ekki áfram á sömu leið og Platon lýsir – því að hann telur að lýðræðisskipulag hljóti fyrr eða síðar að líða undir lok og verða að harðstjórn. Ráðið sem Róbert bendir á til að koma í veg fyrir slíkar hörmungar er alhliða menntun borgaranna. Slík menntun er einmitt viðfangsefni Steinars Arnar Atlasonar í grein sinni um hið merka miðaldarit Um hugfró heimspekinnar eftir Bóethíus. Steinar heldur því fram að verk þetta snúist ekki fyrst og fremst um þaul- hugsaðar og skýrt afmarkaðar rökfærslur heldur felist inntak verksins í andlegri æfingu af þeim toga sem frönsku heimspekingarnir Pierre Hadot
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.