Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Qupperneq 19
AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA
19
Valkostirnir eru skýrir: Frjáls tímarit eða strætin þekjast líkum! Maður
efast ekki um að þennan valkost eigi að skilja bókstaflega, enda menn á
þessum tíma tilbúnir að grípa vopn í hönd og berjast fyrir málstað sínum.
Í ávarpi ritstjóranna, þeirra Brynjólfs Péturssonar, Jónasar Hallgrímssonar,
Konráðs Gíslasonar og Tómasar Sæmundssonar, til lesarans um hið nýja
tímarit kveður við nýjan og byltingarkenndan tón þegar þeir segjast í
efnis vali ætla að hafa helst fyrir augum þrjú atriði, nytsemina, fegurðina og
sannleikann. Um fegurðina segja þeir:
Annað atriði, sem við aldreí ötlum að gleýma, er fegurðin. Hún
er sameínuð nytseminni, – að so miklu leíti sem það sem fagurt
er ætíð er til nota, andlegra eða líkamlegra, – eða þá til eblíngar
nytseminni. Samt er fegurðin henni eptir eðli sínu aungvanveg-
inn háð, heldur so ágæt, að allir menn eíga að gyrnast hana
sjálfrar hennar vegna. Egi nokkurt rit að vera fagurt, verður
fyrst og fremst málið að vera so hreínt og óblandað eínsog orðið
getur, bæði að orðum og orðaskipun, og þar sem nýar hug-
mindir koma fram, og þörf er á nýum orðum, ríður á, þau sèu
auðskilin, og málinu sem eðlilegust. Það er ljósara enn um þurfi
að tala, hvað það er áríðandi, að hafðar sèu gætur á málunum,
hvurt sem þau eru skrifuð eða töluð. Með þeím hefir mannlegt
frjálsræði afrekað meíra, enn nokkrum öðrum hlut. Málið er eítt
af eínkennum mannkynsins, og æðsti og liósasti vottur um ágæti
þess, og málin eru höfuðeínkenni þjóðanna. Eíngin þjóð verð-
ur fyrri til enn hún talar mál útaf fyrir sig, og deýi málin deýa
líka þjóðirnar, eða verða að annari þjóð; enn það ber aldreí við,
nema bágindi og eýmd sèu komin á undan. Því hróðugri sem
Íslendíngar meíga vera, að tala eínhvurja elztu25 túngu í öllum
vesturhluta Norðurálfu, er ásamt bókmentum Íslendínga og
fornsögu þeírra er undirstaða þeírra þjóðheíðurs; og því heldur
sem reýnslan ber vitni um, hvað hægt er að verja hana skemdum;
því ágætari sem hún er, og hæfari til að auðgast af sjálfrar sinnar
efnum – þess heldur ættu menn að kosta kapps um, að geýma og
25 Hér hengja ritstjórarnir við eftirfarandi fótnótu: „Ad frátekinni Vösku (milli
Spánar og Frakklanz) og keltnesku málunum, sem þó að líkindum eíga ekki lángt
eptir. Málið er í því tilliti svipað sumu víni, að það verður því ágætara þess meír
sem það eldist – af því skynsemi þjóðarinnar auðgar það sífeldlega að nýum hug-
mindum.“