Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 25

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 25
25 Fjölnismanna um bókmenntir á fjórða áratug 19. aldar þegar ný fransk- þýsk hugmyndafræði þjóðríkisins verður ráðandi í kjölfar júlíbyltingar 1830 ásamt þjóðernisrómantík og eðlishyggju um tungumál og skáldskap. Við þau hvörf flækjast saman í eitt knippi bókmenntir, tunga og hinn pólitíski skilningur á þjóð. Sérstök viðbót og íslenskt afbrigði þessarar hug myndafræði er hreintungu- og málræktarstefna danska prófessorsins Rasks. Tímaritin Skírnir og Fjölnir voru gefin út í Kaupmannahöfn af stúdentum við Hafnarháskóla, þannig að öll hin nýja hreyfing sem svo freklega leitaðist við að skilgreina hvað það væri að vera Íslendingur – og skilgreinir það raunar að miklu leyti enn – átti danskan uppruna og verður því best skilin með greiningaraðferðum eftirlendufræða. En skiptir það höfuðmáli hvaða orð eru notuð um fyrirbærið bók- menntir? Voru bókmenntir ekki til fyrir þennan tíma einungis af því að orðið, hugtakið var ekki mótað í almennri málnoktun? Richard Terry, sem fjallað hefur um bókmenntasöguritun á Englandi, heldur því fram að þrengri merking enska orðsins literature, sem á franskan uppruna eins og svo stór hluti hins enska orðaforða, spanni um það bil sama merkingarsvið og hið forna hugtak poiesis eða „skáldskapur“ og því megi skýra merkingar- þrengingu hugtaksins svo að orðið hafi á ákveðnum tímapunkti einfaldlega tekið yfir merkingu þessa eldra hugtaks og leyst það af hólmi.35 Á Íslandi var gríska orðið poiesis þekkt á miðöldum og fram eftir öldum úr latneskum textum sem tóku það upp og notuðu eins og það væri latína. Íslendingar þýddu sama hugtak snemma með „skáldskap“. En merkingarsvið þessa gamla orðs og hins nýja bókmenntahugtaks er þó ekki hið sama. Eins og við höfum séð í Skírni og Fjölni kemur fram ný hugmyndafræði í tengslum við bókmenntahugtakið sem ekki tengist með beinum hætti hinu gamla skáldskaparhugtaki. Skýring Terrys á merkingarþrengingu orðsins literat- ure er ekki alröng, auðvitað áttu menn fyrr á tíð nöfn fyrir fornaldar- og miðaldaverk, sem nú eru flokkuð sem bókmenntir, en aðfinnsla hans er menningarsögulega yfirhylmandi, í þeim skilningi að hann reynir að leiða hjá sér þá miklu breytingu sem verður á skilningi manna á svokölluðum „bókmenntum“ á 18. og 19. öld og telja okkur trú um að þær hafi alltaf verið til, bara undir öðru nafni, sem ekki er rétt samkvæmt þeim heimild- um sem við höfum athugað hér á undan. 35 Richard Terry, Poetry and the Making of the English Literary Past 1660–1781, oxford: oxford University Press, 2001, bls. 11–34. AF MERKINGARUSLA Í HEITUM HÁSKÓLAGREINA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.