Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 51
51
heldur má finna síðari sakargiftunum þar stað líka. Þetta er sérstaklega
eftir tektarvert í sambandi við hina meintu nýju guði Sókratesar. Í vörn
Sókratesar í Málsvörninni virðist áherslan einna helst lögð á sagnarandann.
En vandséð er hvernig aðrir ættu að túlka það sem trú á nýja guði. Stungið
hefur verið upp á því að hinn siðferðilegi mælikvarði sem Sókrates leggur
á hegðun guðanna hafi valdið honum vandkvæðum, en þetta atriði, sem er
áberandi í Ríkinu, hefur vafalaust verið full heimspekilegt fyrir alþýðu
manna, auk þess sem ekki er víst að þar sé um kenningar Sókratesar sjálfs
að ræða. En í Skýjunum neitar hann beinlínis tilveru Seifs og kynnir til
sögunnar Hvirfilvind og Skýin sem hin nýju goðmögn og uppfræðir aðra
um þau. Nú má vel vera að efni Skýjanna hafi einfaldlega loðað við
Sókrates (eins og Málsvörnin gefur til kynna) og hann hafi því verið ákærð-
ur á svipuðum nótum. Þannig sé skopleikurinn raunverulega sá efniviður
sem ákæran sé soðin upp úr og það hafi því endurspeglast í hinni raun-
verulegu varnarræðu. En í Málsvörninni vísar hann til Skýjanna eingöngu í
tengslum við fyrri sakargiftirnar, sem hann telur rótina að ákærunni sjálfri,
en ekki í tengslum við síðari sakargiftirnar, sem hefði þó mátt ætla að væru
mikilvægari. Í Málsvörninni er því að finna úrvinnslu úr skopleiknum.
Xenofon segir hins vegar að Sókrates hafi ekki undirbúið sig fyrir vörnina,
þar sem sagnarandinn hafi ráðið honum frá því.31
Stundum hefur verið talað um að Skýin gefi niðrandi og neikvæða mynd
af Sókratesi en rit Platons upphafna og jákvæða mynd. Þá virðist gengið út
frá því sem vísu að ritverkin endurspegli tvö sjálfstæð viðhorf til hins
raunverulega Sókratesar sem hvor höfundurinn um sig hefur myndað sér
óháð hvor öðrum. Platon hafi að vísu tekið skopleik Aristófanesar sem
dæmi um róginn um Sókrates, eins og gefið er í skyn í textanum. En eins
og fram hefur komið eru tengsl Málsvarnarinnar við Skýin miklu nánari en
svo. Það er því ekki fjarri lagi að ætla að Platon hafi beinlínis haft hliðsjón
Skýjunum við samningu Málsvarnarinnar. En hvers vegna var þörf á því?
Svarið er að minnsta kosti tvíþætt.
Annars vegar sýnir notkun Skýjanna einmitt fjarlægðina frá upphaflegri
varnarræðu Sókratesar. Platon þarf að styðjast við ritaðar heimildir til að
gera grein fyrir ýmsum þáttum úr bakgrunni Sókratesar. Skýin eru því eins
konar „undirtexti“ Málsvarnarinnar. Hafa verður í huga að Platon var á
barnsaldri þegar Skýin voru flutt og hann hefur því eingöngu haft ritaða
útgáfu þeirra við höndina. Sókrates segir á einum stað í Málsvörninni þar
31 Xenophon, „Apology of Socrates to the Jury“, bls. 9–10.
SKýIN oG MÁLSVöRN SÓKRATESAR