Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 51

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 51
51 heldur má finna síðari sakargiftunum þar stað líka. Þetta er sérstaklega eftir tektarvert í sambandi við hina meintu nýju guði Sókratesar. Í vörn Sókratesar í Málsvörninni virðist áherslan einna helst lögð á sagnarandann. En vandséð er hvernig aðrir ættu að túlka það sem trú á nýja guði. Stungið hefur verið upp á því að hinn siðferðilegi mælikvarði sem Sókrates leggur á hegðun guðanna hafi valdið honum vandkvæðum, en þetta atriði, sem er áberandi í Ríkinu, hefur vafalaust verið full heimspekilegt fyrir alþýðu manna, auk þess sem ekki er víst að þar sé um kenningar Sókratesar sjálfs að ræða. En í Skýjunum neitar hann beinlínis tilveru Seifs og kynnir til sögunnar Hvirfilvind og Skýin sem hin nýju goðmögn og uppfræðir aðra um þau. Nú má vel vera að efni Skýjanna hafi einfaldlega loðað við Sókrates (eins og Málsvörnin gefur til kynna) og hann hafi því verið ákærð- ur á svipuðum nótum. Þannig sé skopleikurinn raunverulega sá efniviður sem ákæran sé soðin upp úr og það hafi því endurspeglast í hinni raun- verulegu varnarræðu. En í Málsvörninni vísar hann til Skýjanna eingöngu í tengslum við fyrri sakargiftirnar, sem hann telur rótina að ákærunni sjálfri, en ekki í tengslum við síðari sakargiftirnar, sem hefði þó mátt ætla að væru mikilvægari. Í Málsvörninni er því að finna úrvinnslu úr skopleiknum. Xenofon segir hins vegar að Sókrates hafi ekki undirbúið sig fyrir vörnina, þar sem sagnarandinn hafi ráðið honum frá því.31 Stundum hefur verið talað um að Skýin gefi niðrandi og neikvæða mynd af Sókratesi en rit Platons upphafna og jákvæða mynd. Þá virðist gengið út frá því sem vísu að ritverkin endurspegli tvö sjálfstæð viðhorf til hins raunverulega Sókratesar sem hvor höfundurinn um sig hefur myndað sér óháð hvor öðrum. Platon hafi að vísu tekið skopleik Aristófanesar sem dæmi um róginn um Sókrates, eins og gefið er í skyn í textanum. En eins og fram hefur komið eru tengsl Málsvarnarinnar við Skýin miklu nánari en svo. Það er því ekki fjarri lagi að ætla að Platon hafi beinlínis haft hliðsjón Skýjunum við samningu Málsvarnarinnar. En hvers vegna var þörf á því? Svarið er að minnsta kosti tvíþætt. Annars vegar sýnir notkun Skýjanna einmitt fjarlægðina frá upphaflegri varnarræðu Sókratesar. Platon þarf að styðjast við ritaðar heimildir til að gera grein fyrir ýmsum þáttum úr bakgrunni Sókratesar. Skýin eru því eins konar „undirtexti“ Málsvarnarinnar. Hafa verður í huga að Platon var á barnsaldri þegar Skýin voru flutt og hann hefur því eingöngu haft ritaða útgáfu þeirra við höndina. Sókrates segir á einum stað í Málsvörninni þar 31 Xenophon, „Apology of Socrates to the Jury“, bls. 9–10. SKýIN oG MÁLSVöRN SÓKRATESAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.