Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 57
57
upphaf póststrúktúralisma. Óvíst er reyndar að Derrida sjálfur hefði tekið
undir það, enda hafa hugtökin „upphaf“ og „endalok“ í hans huga flókna
og margræða merkingu. Í fyrirlestrinum gerði hann hugtakinu „leikur“
skil og hélt því fram að hann væri „alltaf þegar“ (fr. toujours déjà) til staðar
í öllum textum. Þetta hugtak gegndi mikilvægu hlutverki í gagnrýni
Derrida á frumspeki og afbyggingu hans á „algildum sannleika“, „lógós-
entrismanum“, sem birtst í viljanum til að finna „miðju“ allra hluta sem
tryggingu fyrir fullnaðarmerkingu.
Í greiningu sinni á tengslum heimspeki og bókmennta lagðist Derrida á
sveif með Nietzsche sem röskum hundrað árum fyrr hafði gagnrýnt vest-
ræna frumspeki á svipuðum forsendum. Það sem hafði gert gagnrýni
Nietzsches á sannleikshugtakið svo beitta var að hann benti á þá augljósu
staðreynd að heimspekin beitti skáldlegum stílbrögðum – eins og mynd-
hvörfum, líkingum og nafnskiptum – sem gerðu hana retóríska og þar með
ekki „sanna“.5 Í augum Nietzsches voru „sannindi“ „tálsýnir sem við höf-
um gleymt að eru tálsýnir“ eða „[ó]lgandi herskari myndhverfinga, nafn-
skipta […] [sem] hafa gegnum aldirnar öðlast fastan, löghelgan og bind-
andi sess meðal þjóðanna“.6 Staðhæfing Nietzsches afhjúpaði í ákveðnum
skilningi „eðli“ allra texta – þar á meðal heimspekilegs texta sem sam-
kvæmt hefðinni hafði verið skipað ofar hinum skáldlega. Gríska heim-
spekihugtakið „logos“ („orð“) merkir gjarnan endanlegt sannleikslögmál.
Að dómi Derrida bauð þessi heimspekihefð heim hættunni á fordómum,
útilokun og þöggun. Það sem þurfti nánari skoðunar við væri forræði
heimspekinnar og mörkin milli heimspeki og bókmennta. Heimspeki
hefði ekki einkarétt á hugsun fremur en skáldskapurinn á myndmáli og lík-
ingum. Hvorki Derrida né Nietzsche á undan honum ætluðu sér þá dul að
afnema skilin milli bókmennta og heimspeki eða leggja alla texta að jöfnu,
heldur vildu þeir benda á að mörkin milli þeirra væru – og hefðu alltaf
verið – óljós.
Derrida taldi að heimspekin hefði í krafti tvíhyggju, þar sem stillt væri
upp andstæðum eins og skynsemi og tilfinningum, máli og skrifum, sýnd
5 Sjá inngang Jean-Patrice og yannick Séité að mánaðarritinu Europe, tileinkuðu
bókmenntum og heimspeki (849–850, jan.–feb. 2000), bls. 4–5. Sjá einnig í sama
riti viðtal við Alain Badiou: „La poésie en condition de la philosophie“, bls.
65–66.
6 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi“, þýð. Magnús
Diðrik Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir, Skírnir 167 (1993, vor), bls. 15–33,
hér bls. 20–21.
Ó-oRðIð MILLI BÓKMENNTA oG HEIMSPEKI