Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 57

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 57
57 upphaf póststrúktúralisma. Óvíst er reyndar að Derrida sjálfur hefði tekið undir það, enda hafa hugtökin „upphaf“ og „endalok“ í hans huga flókna og margræða merkingu. Í fyrirlestrinum gerði hann hugtakinu „leikur“ skil og hélt því fram að hann væri „alltaf þegar“ (fr. toujours déjà) til staðar í öllum textum. Þetta hugtak gegndi mikilvægu hlutverki í gagnrýni Derrida á frumspeki og afbyggingu hans á „algildum sannleika“, „lógós- entrismanum“, sem birtst í viljanum til að finna „miðju“ allra hluta sem tryggingu fyrir fullnaðarmerkingu. Í greiningu sinni á tengslum heimspeki og bókmennta lagðist Derrida á sveif með Nietzsche sem röskum hundrað árum fyrr hafði gagnrýnt vest- ræna frumspeki á svipuðum forsendum. Það sem hafði gert gagnrýni Nietzsches á sannleikshugtakið svo beitta var að hann benti á þá augljósu staðreynd að heimspekin beitti skáldlegum stílbrögðum – eins og mynd- hvörfum, líkingum og nafnskiptum – sem gerðu hana retóríska og þar með ekki „sanna“.5 Í augum Nietzsches voru „sannindi“ „tálsýnir sem við höf- um gleymt að eru tálsýnir“ eða „[ó]lgandi herskari myndhverfinga, nafn- skipta […] [sem] hafa gegnum aldirnar öðlast fastan, löghelgan og bind- andi sess meðal þjóðanna“.6 Staðhæfing Nietzsches afhjúpaði í ákveðnum skilningi „eðli“ allra texta – þar á meðal heimspekilegs texta sem sam- kvæmt hefðinni hafði verið skipað ofar hinum skáldlega. Gríska heim- spekihugtakið „logos“ („orð“) merkir gjarnan endanlegt sannleikslögmál. Að dómi Derrida bauð þessi heimspekihefð heim hættunni á fordómum, útilokun og þöggun. Það sem þurfti nánari skoðunar við væri forræði heimspekinnar og mörkin milli heimspeki og bókmennta. Heimspeki hefði ekki einkarétt á hugsun fremur en skáldskapurinn á myndmáli og lík- ingum. Hvorki Derrida né Nietzsche á undan honum ætluðu sér þá dul að afnema skilin milli bókmennta og heimspeki eða leggja alla texta að jöfnu, heldur vildu þeir benda á að mörkin milli þeirra væru – og hefðu alltaf verið – óljós. Derrida taldi að heimspekin hefði í krafti tvíhyggju, þar sem stillt væri upp andstæðum eins og skynsemi og tilfinningum, máli og skrifum, sýnd 5 Sjá inngang Jean-Patrice og yannick Séité að mánaðarritinu Europe, tileinkuðu bókmenntum og heimspeki (849–850, jan.–feb. 2000), bls. 4–5. Sjá einnig í sama riti viðtal við Alain Badiou: „La poésie en condition de la philosophie“, bls. 65–66. 6 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi“, þýð. Magnús Diðrik Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir, Skírnir 167 (1993, vor), bls. 15–33, hér bls. 20–21. Ó-oRðIð MILLI BÓKMENNTA oG HEIMSPEKI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.