Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 133
133
umhugsun um reynslu og rök (582a)3 stillir ólíka þætti sálarinnar og lífsins
saman þannig að úr verði samhljómur. Þriðja atriðið felst í að átta sig á að
ræktun skynseminnar er ekki nóg. Maður þarf líka að huga að líkamsrækt,
borða, beina ákafa sínum inn á réttar brautir o.s.frv. Þótt skynsemin skipti
mestu fyrir gott líf skiptir allt hitt líka máli.
Þegar þetta er skoðað sést að íslenska efnahagsundrið var byggt á lægstu
hvötum mannsins. Það virðist þó of mikil einföldun að segja að bókstaflega
allt hafi snúist um að græða peninga á Íslandi. Við þurfum heldur ekki að
hugsa þetta þannig. Það nægir að segja að þetta hafi verið grunnverðmæta-
mat samfélagsins, sterkasta og almennasta tilhneigingin. Í því tilfelli segir
Platon heldur ekki að skynseminni sé alveg vikið til hliðar, hún er hins
vegar helst látin búa til áætlun um hvernig má auðgast og þjóna þannig
eftirsókninni í peninga (553d).
Ég skal ekki segja hvort sál mannanna skiptist í þessa þrjá hluta sem
Platon lýsir. Reyndar þykir mér það ólíklegt. Það er þó rétt og satt að mínu
viti að til að fólk geti orðið sæmilega farsælt, jafnvel hamingjusamt, þarf að
leggja rækt við hugsunina og þann hluta mannsins sem fæst við að rann-
saka og meta þá mörgu þætti sem þarf að sinna til að gera lífið gott. Það að
einblína á það sem peningar geta keypt nær ekki yfir nema hluta af hráefni
hamingjunnar.
Þarna í 8. bók Ríkisins er Platon sem sagt búinn að lýsa hinu besta ríki
þar sem allt er á besta veg og skynsemin heldur öllu þessu saman. Hann
lætur svo Sókrates og félaga fara að leika sér að því að sjá hvernig þetta
gæti klúðrast og verri stjórnarform komið til.
Skemmst er frá því að segja að klúðrið felst ávallt í skorti á menntun og
þar af leiðandi skorti á dygð. Þetta veldur því að úr hinu besta ríki verður
til sæmdarveldi, sem er næstbest. En vegna skorts á menntun verður úr
sæmdarveldinu hið þriðja besta ríki sem er auðveldið, en við ætlum að
skoða sérstaklega hvernig það kollvarpast og verður að frjálsræði og
hvernig frjálsræðið kann að líða undir lok.
Hvað einkennir þá auðvaldssinnann og samfélag hans að áliti Platons?
(554a–b) Í fyrsta lagi setur hann auðvitað peninga í fyrsta sæti, þeir eru
honum æðstu verðmæti. Í öðru lagi er hann nískur vinnuþjarkur sem held-
ur öðrum hvötum í skefjum fyrir þetta eina markmið, peningana. Með
nokkrum rétti má sjá þetta sem ímynd íslenska útrásarvíkingsins í byrjun
3 Vísanir í Ríkið eru hér og eftirleiðis í formi blaðsíðutals í útgáfu Stephanusar frá
1578, eins og alsiða er.
SKyGGNIGÁFA EðA ALMENN SANNINDI?