Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 140

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Side 140
140 ingar o.s.frv.) hafi afar lítið gildi og því geti hann talist hafa allt sem hann þurfi. Jafnframt segir Heimspekin að hið æðsta góða og hin fullkomna hamingja séu ekki aðeins í Guði, heldur að þau séu Guð, en af því leiðir að fullkomin hamingja er algjörlega óháð gæfu og hverfulleika hins jarðneska vegna þess að hún er annars eðlis. Hún ein hefur sanna og fulla veru. Guð er tilgangsorsök (lat. causa finalis) í krafti þess að vera hið góða sem allir sækjast eftir, það er að segja, allir sækjast eftir hamingju og hamingjuna má leggja að jöfnu við hið góða sjálft. Kjarni hamingjunnar er Guð sem upp- haf og endir leitarinnar að sannleika og dyggð. Út frá þessari röksemda- færslu verður unnt að svara spurningunni um af hverju hinir góðu lendi ofan á, þrátt fyrir að svo virðist ekki vera, en ef menn eru góðir hafa þeir höndlað hamingjuna þar eð vondir menn hljóta að vera óhamingjusamir og geta ekki öðlast það sem þeir vilja innst inni. Þegar Bóethíus neitar að samþykkja þessi rök, sem virðast ganga gegn sannfæringum hans, snýr Heimspekin sér að því að útmála Guð sem áhrifsorsök (lat. causa efficiens) allra hluta í stað tilgangsorsakar. Guðleg forsjón birtist í því hvernig atburðirnir eiga sér stað í tíma og þrátt fyrir að hlutirnir virðist illir eiga þeir sér traustar undirstöður í vilja Guðs og forákvörðun – en þar með virðist frelsi viljans vera varpað fyrir róða. Aftur á móti undanskilur Heimspekin „frá orsakakeðjunni viljaathafnir svo lengi sem þær eru skyn- samlegar og þannig ekki undir áhrifum hugmynda sem tengjast veraldleg- um hlutum eða ástríðunum“5 og því gildir að Guð er algjörlega frjáls og aðrar verur eru frjálsar í samræmi við skynsemi sína: maðurinn er frjáls ef hann fylgir Guði (hinu Góða) þar eð lestirnir eru fjötrar hans. Verkið er einnig málsvörn Bóethíusar og á að sýna hvernig heimspekin getur beint manni til ljóssins og boðið lausn sannleikans í ríki hugmynd- anna, „að þegar hrakið er burt myrkur blekktra tilfinninga, þá [geti maður] þekkt dýrð hins sanna ljóss“ (18). Af fyrstu bók Hugfróarinnar má ráða að Bóethíus hafi verið undir miklum áhrifum af skrifum Platóns, sérstaklega Málsvörninni og Ríkinu. Fyrirmynd Bóethíusar var heimspekingur í opin- beru starfi eins og Platón lýsir honum í Ríkinu: Því í samræmi við orð hans [Platóns] minntir þú [Heimspekin] á nauðsynlega ástæðu þess að heimspekingum bæri að taka til sín ríkisvaldið, svo að stjórntaumar borgarinnar yrðu ekki látnir eftir spilltum borgurum og vondum sem bæru góðum mönnum og grandvörum skæða sótt og glötun. Þessvegna fylgdi ég þess- 5 Sama rit, bls. 41. steInaR ÖRn atlason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.