Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 140
140
ingar o.s.frv.) hafi afar lítið gildi og því geti hann talist hafa allt sem hann
þurfi. Jafnframt segir Heimspekin að hið æðsta góða og hin fullkomna
hamingja séu ekki aðeins í Guði, heldur að þau séu Guð, en af því leiðir að
fullkomin hamingja er algjörlega óháð gæfu og hverfulleika hins jarðneska
vegna þess að hún er annars eðlis. Hún ein hefur sanna og fulla veru. Guð
er tilgangsorsök (lat. causa finalis) í krafti þess að vera hið góða sem allir
sækjast eftir, það er að segja, allir sækjast eftir hamingju og hamingjuna má
leggja að jöfnu við hið góða sjálft. Kjarni hamingjunnar er Guð sem upp-
haf og endir leitarinnar að sannleika og dyggð. Út frá þessari röksemda-
færslu verður unnt að svara spurningunni um af hverju hinir góðu lendi
ofan á, þrátt fyrir að svo virðist ekki vera, en ef menn eru góðir hafa þeir
höndlað hamingjuna þar eð vondir menn hljóta að vera óhamingjusamir
og geta ekki öðlast það sem þeir vilja innst inni. Þegar Bóethíus neitar að
samþykkja þessi rök, sem virðast ganga gegn sannfæringum hans, snýr
Heimspekin sér að því að útmála Guð sem áhrifsorsök (lat. causa efficiens)
allra hluta í stað tilgangsorsakar. Guðleg forsjón birtist í því hvernig
atburðirnir eiga sér stað í tíma og þrátt fyrir að hlutirnir virðist illir eiga
þeir sér traustar undirstöður í vilja Guðs og forákvörðun – en þar með
virðist frelsi viljans vera varpað fyrir róða. Aftur á móti undanskilur
Heimspekin „frá orsakakeðjunni viljaathafnir svo lengi sem þær eru skyn-
samlegar og þannig ekki undir áhrifum hugmynda sem tengjast veraldleg-
um hlutum eða ástríðunum“5 og því gildir að Guð er algjörlega frjáls og
aðrar verur eru frjálsar í samræmi við skynsemi sína: maðurinn er frjáls ef
hann fylgir Guði (hinu Góða) þar eð lestirnir eru fjötrar hans.
Verkið er einnig málsvörn Bóethíusar og á að sýna hvernig heimspekin
getur beint manni til ljóssins og boðið lausn sannleikans í ríki hugmynd-
anna, „að þegar hrakið er burt myrkur blekktra tilfinninga, þá [geti maður]
þekkt dýrð hins sanna ljóss“ (18). Af fyrstu bók Hugfróarinnar má ráða að
Bóethíus hafi verið undir miklum áhrifum af skrifum Platóns, sérstaklega
Málsvörninni og Ríkinu. Fyrirmynd Bóethíusar var heimspekingur í opin-
beru starfi eins og Platón lýsir honum í Ríkinu:
Því í samræmi við orð hans [Platóns] minntir þú [Heimspekin]
á nauðsynlega ástæðu þess að heimspekingum bæri að taka til
sín ríkisvaldið, svo að stjórntaumar borgarinnar yrðu ekki látnir
eftir spilltum borgurum og vondum sem bæru góðum mönnum
og grandvörum skæða sótt og glötun. Þessvegna fylgdi ég þess-
5 Sama rit, bls. 41.
steInaR ÖRn atlason