Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 152

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 152
152 Kants. Grunnhugmynd Sartres um bókmenntir, og þá á hann við skáldsögur, er á þá leið að frelsið sé skilyrði bókmenntanna, skriftir séu frjáls athöfn sem felur í sér gjöf til lesandans sem er frjáls að því að þiggja hana og endurskapa í huga sér ritverkið með öllum víddum þess. Pólitískt frelsi, einstaklingsfrelsi og rit- frelsi eru samofin og tengjast lýðræðislegri stjórnskipan. Sú skoðun að frelsið sé skilyrði bókmenntanna er vissulega liður í þeirri heildarrökfærslu að rithöfund- ar eigi að skrifa afstöðubókmenntir, en þessi kafli getur einnig staðið sem sjálf- stæð greining á eðli og skilyrðum lestrar og skrifta og sambands þess við hinar ýmsu hliðar frelsisins. Þýðingin, sem hér birtist að ósk ritstjóra Ritsins, er að stofni til frá námsárum þýðandans í almennum bókmenntum við Háskóla Íslands, þegar Vésteinn Ólason, þá prófessor í almennum bókmenntum, hafði uppi hugmyndir um að þýða nokkur þekkt fræðileg verk úr heimi bókmenntanna. Ekki varð úr því að þessar greinar yrðu gefnar út saman en nokkrar þeirra birtust á öðrum vettvangi og er þessi líklega síðust, að sinni að minnsta kosti, þó að lengi sé von á einum. Ritstjórar Ritsins hafa lesið þýðinguna yfir, ásamt þýðanda, og hefur hún því verið yfirfarin og lagfærð og eru ritstjórum færðar þakkir fyrir framlag sitt í því efni. Gunnar Harðarson Hver hefur sínar ástæður: einum er listin flótti, öðrum leið til vinnings. En það má flýja inn í einangrun, inn í brjálæði, inn í dauðann. Það má vinna með vopnum. Hversvegna einmitt að skrifa, flýja og sigra með skrifum? Vegna þess að bakvið hinar mismunandi ástæður rithöfunda leynist djúp- stæðara og óskoraðra val, sem er öllum sameiginlegt. Við munum reyna að skýra þetta val, og við munum sjá hvort það er ekki einmitt í nafni þess, að þeir hafa kosið sér að skrifa, að krefjast verður þess að rithöfundar taki afstöðu. Sérhverri skynjun okkar fylgir vitund um að mannlegur veruleiki sé „afhjúpandi“, þ.e. að það er fyrir tilstilli hans að veran „sé“ eða með öðrum orðum að það sé fyrir atbeina mannsins sem hlutirnir koma í ljós. Vera okkar í heiminum margfaldar venslin innan hans. Það erum við sem komum á sambandi milli trésins þarna og þessa geira himinhvolfsins. Það er okkur að þakka að þessi stjarna, sem kulnaði fyrir þúsundum ára, þessi mánasigð og þetta dimma fljót, afhjúpast sem ein heild: landslag. Það er hraði bifreiðar okkar og flugvélar sem kemur skipan á víðáttur jarðarinnar. Við sérhverja athöfn okkar sýnir heimurinn á sér nýtt andlit. En þó að við vitum að það séum við sem uppgötvum veruna, vitum við jafnframt að við höfum ekki skapað hana. Ef við snúum okkur burt frá þessu landslagi, Jean-Paul saRtRe
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.