Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Síða 162
162
ins, en hverfur jafnskjótt og hún er litin augum. Við erum ekki fyrr byrjuð
að skoða þessa samsetningu en hún hverfur, og við erum ein eftir, frjáls að
því að setja einn lit í samband við annan eða þriðja lit, koma á sambandi
milli trésins og vatnsins, eða trésins og himinsins, eða trésins og vatnsins
og himinsins. Frelsi mitt verður að duttlungum. Eftir því sem ég kem á
fleiri nýjum tengslum fjarlægist ég meir þá sýndarhlutlægni sem skírskot-
aði til mín. Ég læt hugann sveima um vissar aðstæður sem hlutirnir rissa
óljóst upp. Veruleiki náttúrunnar er nú ekki annað en tilefni til þess að láta
hugann reika. Eða þá að ég festi hugarreik mitt, flyt það yfir á striga eða
færi í letur, af því að mér hefur þótt miður að enginn hefur fært mér þessa
skipan sem ég skynjaði eitt andartak, og að þar af leiðandi sé hún ekki sönn.
Þannig set ég sjálfan mig á milli þeirrar markvísi án markmiðs, sem birtist
á sjónarsviði náttúrunnar, og annarra manna. Ég færi þeim það. Við þenn-
an flutning verður það mannlegt. Listin verður hér hátíðarathöfn gjafar-
innar, og það er gjöfin ein, sem kemur ummynduninni af stað. Þetta er
dálítið svipað titla- og valdatilfærslum innan ættarnafnakerfisins, þar sem
móðirin heldur ekki föðurnafni sínu en er samt ómissandi milliliður milli
„móðurbróður“ og „systursonar“. Þar sem ég hef handsamað blekkinguna
á flótta og legg hana fyrir aðra menn, hef leyst hana úr viðjum og hugsað
hana upp á nýtt fyrir þá, geta þeir skoðað hana fullir trúnaðar. Núna er
hún þarna af ásetningi. Hvað sjálfan mig snertir stend ég vissulega á mörk-
um huglægni og hlutlægni án þess að geta nokkurntíma skoðað þá hlut-
lægu skipan sem ég færi öðrum.
Lesandinn getur hinsvegar haldið ótrauður áfram. Hversu langt sem
hann fer, er höfundurinn alltaf feti framar. Hvaða samband sem hann kann
að finna milli hinna ýmsu hluta bókarinnar – milli kaflanna eða milli
orðanna – hefur hann eina tryggingu, nefnilega þá, að það sé þar af ásettu
ráði. Eins og Descartes segir, getur hann jafnvel gert ráð fyrir slíkum
tengslum milli hluta sem engin tengsl virðast vera í milli.5 Skapandinn
hefur farið á undan honum og jafnvel fegursta skipulagsleysi er afurð list-
arinnar, þ.e. eftir sem áður, skipan. Lestur er aðleiðsla, viðbætur og ágisk-
anir, og sú starfsemi á rætur að rekja til vilja höfundarins, eins og fyrrum
var haldið að vísindaleg aðleiðsla ætti rætur að rekja til vilja Guðs. Mjúkt
afl er með okkur í för og er okkur til stuðnings frá upphafi bókar til enda.
Það þýðir ekki að auðvelt sé að geta sér til um ætlun listamannsins. Hún er,
5 [Sbr. René Descartes, Orðræða um aðferð, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
2001, 2. kafli, bls. 80.]
Jean-Paul saRtRe