Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 162

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 162
162 ins, en hverfur jafnskjótt og hún er litin augum. Við erum ekki fyrr byrjuð að skoða þessa samsetningu en hún hverfur, og við erum ein eftir, frjáls að því að setja einn lit í samband við annan eða þriðja lit, koma á sambandi milli trésins og vatnsins, eða trésins og himinsins, eða trésins og vatnsins og himinsins. Frelsi mitt verður að duttlungum. Eftir því sem ég kem á fleiri nýjum tengslum fjarlægist ég meir þá sýndarhlutlægni sem skírskot- aði til mín. Ég læt hugann sveima um vissar aðstæður sem hlutirnir rissa óljóst upp. Veruleiki náttúrunnar er nú ekki annað en tilefni til þess að láta hugann reika. Eða þá að ég festi hugarreik mitt, flyt það yfir á striga eða færi í letur, af því að mér hefur þótt miður að enginn hefur fært mér þessa skipan sem ég skynjaði eitt andartak, og að þar af leiðandi sé hún ekki sönn. Þannig set ég sjálfan mig á milli þeirrar markvísi án markmiðs, sem birtist á sjónarsviði náttúrunnar, og annarra manna. Ég færi þeim það. Við þenn- an flutning verður það mannlegt. Listin verður hér hátíðarathöfn gjafar- innar, og það er gjöfin ein, sem kemur ummynduninni af stað. Þetta er dálítið svipað titla- og valdatilfærslum innan ættarnafnakerfisins, þar sem móðirin heldur ekki föðurnafni sínu en er samt ómissandi milliliður milli „móðurbróður“ og „systursonar“. Þar sem ég hef handsamað blekkinguna á flótta og legg hana fyrir aðra menn, hef leyst hana úr viðjum og hugsað hana upp á nýtt fyrir þá, geta þeir skoðað hana fullir trúnaðar. Núna er hún þarna af ásetningi. Hvað sjálfan mig snertir stend ég vissulega á mörk- um huglægni og hlutlægni án þess að geta nokkurntíma skoðað þá hlut- lægu skipan sem ég færi öðrum. Lesandinn getur hinsvegar haldið ótrauður áfram. Hversu langt sem hann fer, er höfundurinn alltaf feti framar. Hvaða samband sem hann kann að finna milli hinna ýmsu hluta bókarinnar – milli kaflanna eða milli orðanna – hefur hann eina tryggingu, nefnilega þá, að það sé þar af ásettu ráði. Eins og Descartes segir, getur hann jafnvel gert ráð fyrir slíkum tengslum milli hluta sem engin tengsl virðast vera í milli.5 Skapandinn hefur farið á undan honum og jafnvel fegursta skipulagsleysi er afurð list- arinnar, þ.e. eftir sem áður, skipan. Lestur er aðleiðsla, viðbætur og ágisk- anir, og sú starfsemi á rætur að rekja til vilja höfundarins, eins og fyrrum var haldið að vísindaleg aðleiðsla ætti rætur að rekja til vilja Guðs. Mjúkt afl er með okkur í för og er okkur til stuðnings frá upphafi bókar til enda. Það þýðir ekki að auðvelt sé að geta sér til um ætlun listamannsins. Hún er, 5 [Sbr. René Descartes, Orðræða um aðferð, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001, 2. kafli, bls. 80.] Jean-Paul saRtRe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.