Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 165
165
anlegt markmið listarinnar: að endurheimta heiminn með því að sýna
hann eins og hann er, en eins og hann ætti sér rætur í frelsi mannsins. En
þar eð sköpunarverk höfundarins verður ekki að hlutlægum veruleika fyrr
en í augum skoðandans, er það með helgiathöfn skoðunarinnar – og eink-
um þó lestrarins – sem þessari endurheimt er komið í kring. og þar með
erum við þess betur umkomin að svara spurningunni sem við bárum upp
rétt áðan: Rithöfundurinn kýs að höfða til frelsis annarra, svo að þeir geti
með þeirri gagnkvæmni sem felst í kröfum þeirra gert heild þess sem er að
heimi mannsins og gert alheiminn þannig mannlegan.
Ef við viljum fara enn lengra, verðum við að hafa í huga, að rithöfund-
urinn miðar eins og aðrir listamenn að því að vekja vissar tilfinningu hjá
lesandanum, sem venja er að kalla fagurfræðilega ánægju, en ég vildi held-
ur kalla fagurfræðilega gleði. Þegar þessi tilfinning kemur fram, er hún
merki um að verkið sé fullgert. Því er vel við hæfi að skoða hana í ljósi fyrri
athugana. Þessi gleði, sem skapandanum er neitað um að því marki sem
hann er skapandi, er í raun ekki annað en fagurfræðileg vitund skoðand-
ans, í okkar tilviki lesandans. Þessi tilfinning er margþætt. En þættir henn-
ar skilyrða hver annan og eru óaðskiljanlegir hver frá öðrum. Fyrsta skref
hennar felst í því að viðurkenna hreinan tilgang sem liggur handan reynsl-
unnar og rjúfa um stund nytjahring markmiða og leiða,7 þ.e. ákall eða, sem
kemur í sama stað niður, gildi. og þeirri meðvituðu afstöðu sem ég tek til
þessa gildis, fylgir óhjákvæmilega óskipt vitund um frelsi mitt, enda birtist
frelsi mitt sjálfu sér fyrir atbeina kröfu sem liggur utan sjálfs mín. Frelsið
ber kennsl á sjálft sig, og í því felst gleðin. En óskipt vitund af þessu tagi
felur í sér aðra: þar sem lestur er í raun og veru sköpun, birtist frelsi mitt
sjálfu sér ekki aðeins sem óháð öllu öðru, heldur líka sem skapandi athöfn,
þ.e. það takmarkast ekki við að setja sér eigin lög, heldur skynjar sig sem
það afl sem skapar hlutinn. Á þessu stigi kemur hið eiginlega fagurfræði-
lega fyrirbæri í ljós, þ.e. sköpun, þar sem sköpunarverkið kemur skapara
sínum fyrir sjónir sem hlutur. Þetta er eina tilvikið þar sem skapandinn
hefur ánægju af því sem hann skapar. og orðið ánægja, sem er notað um
meðvitaða afstöðu til þess verks sem lesið er, bendir nægilega vel á að hér
er á ferðinni megingerð hinnar fagurfræðilegu gleði. Þessari meðvituðu
gleði fylgir óskipt vitund um sjálfan sig sem aðalatriði gagnvart því sem er
skynjað sem aðalatriði. Þessa hlið fagurfræðilegrar vitundar kalla ég örygg-
7 Í hversdagslífinu má líta á sérhverja leið sem markmið, sé þess freistað, og hvert
markmið getur birst sem leið til að ná öðru markmiði.
HVERSVEGNA Að SKRIFA?