Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Page 211
211
Í stjórnarmyndunarviðræðum kom Sveinn fram af sama myndugleika
og hann hafði sýnt í ávarpinu á listamannaþinginu. Af ítarlegum minnis-
blöðum hans er ljóst að hann réð ferðinni. Alþingi hafði að hans mati
brugðist þjóðinni með því að sjá landinu ekki fyrir starfhæfri ríksstjórn og
ganga fram með offorsi – án samráðs við kjósendur – í viðkvæmum málum
eins og sambandsslitum og stofnun lýðveldis. Nú væri komið að handhafa
æðsta valdsins að sjá til þess að mynduð yrði starfhæf ríkisstjórn í landinu.
Fyrst voru kannaðir ýmsir möguleikar til stjórnarmyndunar, þar á meðal
stjórn allra flokka og vinstri stjórn undir forystu Haraldar Guðmundssonar,
þingmanns Alþýðuflokksins. Í viðræðum við forsætisráðherrann, Ólaf
Thors, birtust breytt valdahlutföll frá því um vorið þegar ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokksins naut stuðnings meirihluta á Alþingi. Nú stóð einungis
þing flokkur Sjálfstæðisflokksins að baki stjórninni og nú var það Sveinn
sem tilkynnti Ólafi hvaða möguleikar til stjórnarmyndunar kæmu til
greina, við hverja ríkisstjórinn talaði og hverjum hann fæli stjórnarmynd-
unarumboð. Til hvassra orðaskipta kom á milli þeirra þegar Sveinn til-
kynnti Ólafi að hann hygðist mynda stjórn utanflokksmanna nema þing-
menn gætu myndað stjórn sem nyti stuðnings meirihluta þingsins. Ekki
virtist koma til greina af hálfu ríkisstjóra að minnihlutastjórn Ólafs sæti
áfram; hún væri eingöngu til bráðabirgða.49
Til þess að undirstrika þessa afstöðu sína veitti ríkisstjóri ráðuneyti
Ólafs lausn frá störfum 14. nóvember 1942 – án þess að ný stjórn hefði
verið mynduð. Hugmyndin um að ríkisstjóri skipaði utanþingsstjórn naut
stuðnings þingmanna Sósíalistaflokksins og var Framsóknarflokki ekki á
móti skapi. Alþýðuflokkurinn var á móti. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
taldi „að þingflokkarnir yrðu að gera allt til að forða Alþingi frá þeirri
vanvirðu að geta ekki uppfyllt þær skyldur, sem stjórnarskráin og þingræð-
isreglan legði því á herðar“.50 Með þessa ályktun í farteskinu fór þriggja
manna sendinefnd Sjálfstæðisflokksins á fund ríkisstjóra 13. desember.
Hann gaf þeim tveggja daga frest til að mynda þingræðislega stjórn.51 Um
úr sessi flokksformanns. „Hermann og Eysteinn báru því við að ekki væri viðeig-
andi að deila á þjóðhöfðingja landsins opinberlega en auðvitað var þeim löngu
farinn að blöskra málflutningur Jónasar í deilunum við listamenn. Þeir höfðu stig-
ið fyrsta skrefið til að útiloka Jónas“ (bls. 206–207).
49 Einkaskjöl Sveins Björnssonar, bls. 36. Frá fundi Sveins Björnssonar og Ólafs Thors
11. desember 1942.
50 Agnar Kl. Jónsson, Stjórnarráð Íslands 1904–1964, 1. bindi, Reykjavík: Sögufélagið,
1969, bls. 244.
51 Eins og Helgi Skúli Kjartansson hefur bent á er „fágætt“ að stjórnarmyndunar-
KoNUNGLEGA LÝðVELDIð