Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 8
8
eftir öðru. Í öllum þessum verkum finnur Auerbach vissan heimsendabrag,
„sérstaklega í Ulysses með sína háðslegu flækju ástarhaturs“ sem dregin er
úr hinni evrópsku hefð, og hann gengur svo langt að segja að í þessum
verkum megi finna „hatur á menningu og siðmenningu, dregið fram með
þeim lymskulegustu stílbrögðum sem menningin hefur þróað, og stundum
róttæka og ofstækisfulla eyðileggingarhvöt. Sameiginlegur öllum þessum
skáldsögum er óskýrleiki, óljós óskilgreinanleiki merkingar: einmitt sú
gerð ótúlkanlegra táknkerfa sem er líka að finna í öðrum listgreinum frá
sama tímabili“ (818–819).
Svona blasir hin nýja aðferð í sagnalist við Auerbach í bókinni sem
hann samdi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og út kom 1946. Og hvað
tónlistina varðar má segja að þetta mat hafi bergmálað ári síðar í öðru
merkisriti, Doktor Faustus, skáldsögu um tónlist og tónlistarmann eftir
Thomas Mann.3 Bæði Mann og Auerbach höfðu hrakist í útlegð frá heima-
landi sínu undan ógnarveldi nasismans og verk þeirra eru vafalítið mótuð
af þeirri reynslu. Hvað Mimesis varðar á þetta væntanlega sérstaklega við
um síðasta kaflann, greiningu Auerbachs á skáldverkum er búa yfir vissum
eyðingarmætti andspænis hefðinni, eyðingarmætti sem hann tengir (ekki
þó á neinn einfaldan hátt) við þann hrylling sem hann hefur séð magnast í
Evrópu, semsé við samtímasögu.
Það er aftur á móti athyglisvert að hann lýkur umfjöllun sinni ekki
með því að hvetja til þess að horfið sé frá þessu brenglaða raunsæi eða
andraunsæi. Í könnun sinni á því vitundarlífi sem miðlað er í skáldsög-
unni To the Lighthouse (Til vitans, 1927) eftir Virginiu Woolf – sem er
megindæmi Auerbachs um hið nýja raunsæi – finnur hann vonarneista.
Honum finnst eitthvað í aðferðinni varpa ljósi á það hvernig heimurinn
hefur skroppið saman í nútímanum, hvernig dregið hefur úr framand-
leika og því hvernig við getum ef til vill öll tengst í vitundinni. „Undir
átökunum og fyrir tilstilli þeirra á sér stað efnahags- og menningarlegt
jöfnunarferli. Enn er langt í land að til verði sameiginlegt líf mannkyns á
jörðu, en markmiðið fer að verða sýnilegt. Og það er áþreifanlega sýni-
legast í hinni fordómalausu, nákvæmu, innri og ytri framsetningu hins
tilviljunarkennda augnabliks í lífi ólíks fólks“ (820–821). Þótt efast megi
3 Sú skáldsaga er til á íslensku: Doktor Fástus. Ævisaga ímyndaðs tónskálds, Adrians
Leverkühns, sögð af nánasta vini hans, þýðandi Þorsteinn Thorarensen, Reykja-
vík: Fjölvi, 2000. Þótt verk Manns sé skáldsaga en ekki fræðirit, er það mikilvægt
rit um módernismann, sbr. umfjöllun mína í bókinni The Concept of Modernism,
Ithaca og London: Cornell University Press, 1990, bls. 31–39.
ÁstRÁðuR EystEinsson