Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 148
148
okkar og skilningi. En þó má ekki líta framhjá því að sjálfsævisögur
eru bókmenntagrein, texti sem mótaður er og skapaður einnig úr öðr-
um textum. Viðtekin frásagnarmynstur sjálfsævisagna eru mótuð af bók-
menntalegum hefðum, trúarfrásögnum, skáldsögum, esseyjunni og marg -
víslegum öðrum frásagnarformum ekki síður en líkamlegum tauga-
viðbrögðum. Frásögn sjálfsævisagna er því ekki endilega ‚náttúruleg‘,
þótt það að segja sögu okkar sé óaðskiljanlegur hluti af mótun sjálfs og
sjálfsmyndar, heldur bókmenntaleg. Því eru fræðimaðurinn Barthes og
skáldið Sigurður í sínum verkum ekki síður að skapa sjálfa sig úr menn-
ingarlegum áhrifum, bókmenntum og textum en líffræðilegum ferlum.
Ú T D R Á T T U R
„Minnið er alltaf að störfum“:
mótun endurminninga og sjálfs
í Minnisbók og Bernskubók Sigurðar Pálssonar
Í þessari grein er fjallað um minningabækur Sigurðar Pálssonar, Minnisbók og
Bernskubók, í ljósi kenninga taugasálfræðinga og bókmenntafræðinga um minni, sjálf
og frásögn. Gerð er grein fyrir hugmyndum um tilurð sjálfsævisögulegrar frásagnar
og hlutverki hennar í mótun sjálfs og sjálfsmyndar. Skoðuð eru náin tengsl minnis
og frásagnar og greint hvernig sjálfsmyndin birtist og er mótuð af þessum tengslum.
Einnig er lögð áhersla á að bókmenntalegir þættir móti sjálfsævisögulega frásögn
ekki síður en líkamlegir.
Lykilorð: Sjálfsævisaga, minni, frásögn, Sigurður Pálsson
A B S T R A C T
“Memory is always at work”:
on the formation of memories and self
in Sigurður Pálsson’s Minnisbók and Bernskubók
This essay focuses on the memoirs of Sigurður Pálsson, Minnisbók and Bernskubók,
with the aid of theories of neurologists and literary critics on memory, self, and
narrative. The origins and formation of autobiographical narrative are examined
as well as its role in the development of self and identity. The close relationship
between memory and narrative is analysed, and how identity establishes itself in
this relationship. It is also emphasised that autobiographical narrative is not only
influenced by biological factors but by a number of literary influences as well.
Keywords: Autobiography, memory, narrative, Sigurður Pálsson
GUNNÞÓRUNN GUðMUNDSDÓTTIR