Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 118
118
„Þú ætlast þó ekki til þess […] að ég sé sjálfum mér
samkvæmur?“33
Í grein um Þórberg Þórðarson og verk hans segir Ástráður Eysteinsson
ævisöguna vera þá bókmenntagrein sem reiðir sig hvað mest „á að formið
tryggi inntakið; þegar einhver segir frá ævi sinni á það að tryggja frá-
sagnarvert, innihaldsríkt líf sem myndar þó aðgengilega atburðarás.“34
Módernískar formgerðir Mennt er máttur og Tómasar Jónssonar: metsölu-
bókar eru táknrænar að þessu leyti því þeim mistekst að byggja upp „þá sögu
sem hvað brýnast er að móta í Verk, spegla í heilsteyptri mynd sem jafn-
framt varpar ljósi á einstaka þætti lífsins.“35
ætlun Tómasar með skrifbókum sínum er að skrásetja ævisögu sína
skipulega og skilmerkilega. Frásögnina notar hann til að fella samfelldan
söguþráð og línulega atburðarás að brotakenndum minningum sínum svo
ævi hans lúti heildrænni byggingu. Skrifin eru öðrum þræði birtingarmynd
regluverks sem Tómas hefur sett sér innan íbúðar sinnar til að halda full-
komnu, heildrænu skipulagi á niðurröðun hlutanna. Regluverkið hefur, að
sögn Tómasar, tryggt honum góð tök á lífi sínu og umhverfi, enda er hann
„valið snyrtimenni. Vandalaust er einum manni að hafa allt í handrað-
anum, sé hann snyrtimenni að eðlisfari. [...] Inni hjá mér sitja hlutirnir á
sínum tiltekna stað. Algert stjórnleysi hlutanna ríkir í hinum hluta íbúðar-
innar“ þar sem leigjendurnir búa um sig. Hliðstæða sögu hefur hann að
segja um höfuð sitt því „meira að segja hugsanir mínar sitja í skipulagðri
röð í höfðinu utan á heilaberkinum.“36
Innra og ytra skipulag Tómasar minnir á einn meginþátt módern-
ismans sem Ástráður Eysteinsson skilgreinir sem „uppnám og róttækni í
merkingarmiðlun. Slíkt uppnám snertir auðvitað beinlínis tengsl sjálfsveru
33 Árni Bergmann hefur þessi orð eftir Þórði í mannlýsingu sinni á honum. Árni og
Lena Bergmann, Blátt og rautt: bernska í tveimur heimum, Reykjavík: Mál og menn-
ing, 1986, bls. 236.
34 Ástráður Eysteinsson, „Baráttan gegn veruleikanum: af Þórbergi Þórðarsyni og
bókmenntasmágreinum“, Umbrot: bókmenntir og nútími, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
1999 (greinin birtist upphaflega í hausthefti Skírnis árið 1989), bls. 145–163, hér
bls. 161.
35 Ástráður Eysteinsson, „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn“, Umbrot: bók-
menntir og nútími, Reykjavík: Háskólaútáfan, 1999 (greinin birtist upphaflega í
hausthefti Skírnis árið 1988), bls. 56–91, hér bls. 83.
36 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 37.
svavaR stEinaRR guðMundsson