Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 136
136
með ein birtingarmynd þess atferlis sem við öll óhjákvæmilega stundum
og mótar sjálf okkar og sjálfsmynd. En frásögn af sjálfi byggist á minni og
það verður þetta samspil sjálfs, minnis og frásagnar sem kannað verður
hér. Sigurður Pálsson vitnar eins og Eakin til Sacks í Bernskubók (2011) og
segir:
ég þreytist ekki á að rifja upp skilgreiningu taugalæknisins Oliver
Sacks á heilbrigðri manneskju. Hún er eitthvað á þá leið, að það sé
manneskja sem getur rifjað upp sína eigin sögu. Veit hvaðan hún
kemur, kannast við fortíð sína og minningar. Hvernig? Með því
að rifja þær stöðugt upp, þannig er sjálfið í sílfelldri mótun. Eigið
endurmat er viðstöðulaust. Það gerir okkur að heilbrigðum ein-
staklingum. Við breytumst frá morgni til morguns, samt innan sama
ramma en hann er opinn fyrir endurskilgreiningu.4
Ein af ástæðunum fyrir þessu er sú að við skynjum sjálf okkar þannig (og
börn geta t.d. greint þetta frá u.þ.b. þriggja ára aldri) að það eigi sér fortíð.
Okkar sjálf nær lengra en yfir núið og til þess að ná utan um þann eig-
inleika þurfum við frásögn og minni. Damasio telur vitund okkar og sjálf
skiptast í kjarnavitund (e. core consciousness), kjarnasjálf (e. core self), aukna
vitund (e. extended consciousness) og sjálfsævisögulegt sjálf (e. autobiographi-
cal self).5 Hin aukna vitund verður til fyrir tilstilli tímans og minni okkar
af tíma sem líður skapar hið sjálfsævisögulega sjálf. Það er þetta sjálf sem
Eakin telur sjálfsævisöguleg skrif vera í senn birtingarmynd af og bregða
ljósi á, og minnið er mótandi afl þess.
Virkni minnisins er Sigurði Pálssyni hugleikin í báðum þeim bókum
sem hér um ræðir, Minnisbók (2007) og Bernskubók. Í Minnisbók segir:
„Minnið er alltaf að störfum. Það endurmótar stöðugt líf okkar og reynslu.
Endurskapar ævi okkar á sérhverjum nýjum degi.“6 Minnisbók og Bernskubók
birta endurminningar skáldsins en í rangri tímaröð, þ.e. Minnisbók segir frá
unglingnum og unga manninum en Bernskubók frá barninu, eins og segir
í titlinum. Þessar bækur segja í raun tvær mótunarsögur samtímis: annars
vegar er það upprunasaga í Bernskubók og í Minnisbók saga unga manns-
ins sem leitar að sjálfum sér úti í heimi, sem er gamalt og gott minni úr
4 Sigurður Pálsson, Bernskubók, Reykjavík: JPV, 2011, bls. 170. Hér eftir vitnað til í
meginmáli með titli og blaðsíðutali.
5 Sjá Antonio Damasio, The Feeling of What Happens, t.d. bls. 174–175.
6 Sigurður Pálsson, Minnisbók, Reykjavík: JPV, 2007, bls. 13. Hér eftir vitnað til í
meginmáli með titli og blaðsíðutali.
GUNNÞÓRUNN GUðMUNDSDÓTTIR