Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 18
18
félaginu, einkum þegar það tók að safna og raða saman menningarbrotum
í rústunum að lokinni matröð síðari heimsstyrjaldar, svo vísað sé til þess
sem T.S. Eliot segir um eigið ljóðverk í lok Eyðilandsins.20 Einstakir mód-
ernistar, höfundar eins og Joyce, Eliot, Woolf, Kafka, Proust og Beckett,
hafa nú um áratugaskeið fengið athygli sem staðfestir að fræðimenn finna í
verkum þeirra – í formrænni tjáningu og óvenjulegri tengingu vitundarlífs
og veruleika – viðbrögð við nútímanum sem kalla á sérstaka ígrundun
og túlkun.21 Sjálfur gengst ég við því að skynja þetta aðdráttarafl í mód-
ernismanum, þótt ég geri mér grein fyrir að þessi ígrundun og túlkun
leiði lesendur í ýmsar og ólíkar áttir; „skilaboðin“ eru stundum óræð. Þess
vegna les ég líka tímanna tákn í viðbrögðum Auerbachs og í sjálfri ákvörð-
un hans að taka slík verk sérstaklega fyrir í lokakafla Mimesis, fremur en að
beina athyglinni að nýlegum verkum sem vinna á samfelldari hátt úr eldri
raunsæishefð og voru honum líklega geðfelldari.
Form og róttækni
Í þessu raunsæi á ystu nöf, eða jafnvel í upplausn hinnar raunsæislegu eft-
irlíkingar, greinir Auerbach róttæk viðbrögð við nútímanum en jafnframt
nýjar tilraunir til að miðla skynjun. Þarna bendir hann á kvikuna í listsköp-
un margra módernista. Sumir framúrstefnumenn lýstu sig með öllu frá-
hverfa hefðum, og þeir sem sóttu sér viðfangsefni til menningararf leifðar
vildu birta hana nýja og endurskapaða, eins og Pound undirstrikaði með
slagorði sínu: „Make It New“. Í grein um Þorvald Skúlason listmálara árið
1942 skrifaði Steinn Steinarr að nútímalistin yrði að fela í sér „það mark-
mið að víkka það svið, sem takmarkaðist af listrænni þekkingu og listrænni
getu höfunda sinna“.22 Þessi áhersla á útvíkkun og þekkingarsókn hinnar
listrænu tjáningar má teljast eitt af megineinkennum módernismans, jafn-
vel þótt það birtist stundum í róttæku rofi eða sundurliðun hefðbundinna
20 T.S. Eliot, The Waste Land. Eyðilandið [tvímála útgáfa ljóðsins], þýðandi og ritstj.
Sverrir Hólmarsson, Reykjavík: Iðunn, 1990, bls. 36–37. „These fragments I have
shored against my ruins“ skrifar Eliot (bls. 36), sem Sverrir þýðir: „Brot þessi hef
ég borið að rústum mínum“ (bls. 37). Með rústunum vísar Eliot m.a. til stöðu
menningar og mennsku að lokinni fyrri heimsstyrjöld.
21 Hér skiptir einnig máli að það felst ákveðið segulmagn í mikilli fræðilegri umfjöll-
un. Hún kallar á viðbrögð og meiri umræðu, sbr. það sem segir um fuglaskoðun
og fuglaskoðendur fyrr í þessari grein.
22 Steinn Steinarr, „Þorvaldur Skúlason málari“, Helgafell 4–6/1942, bls. 202–203.
Tilvitnun fengin úr handriti að bók sem Þröstur Helgason vinnur að um tímaritið
Birting og staðfræði íslensks módernisma.
ÁstRÁðuR EystEinsson