Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 225
225
stæðupörin siðmenning/villimennska, nútími/hefð, sem lágu til grundvall-
ar framgangi þjóðlýsinga og túrisma í samhengi heimsveldisins, menning-
arlegri iðju heimsveldis sem Woolf hefur kynnst í gegnum heimssýningar í
Vestrinu, þar sem hefðbundið frumbyggjalíf var kynnt og þegar sprenging
varð í framleiðslu þjóðfræðilegra póstkorta með myndum af „villimönn-
um“ sem „siðmenntað“ fólk hafði gaman af að senda hvert öðru snemma á
tuttugustu öld. Að vissu marki endurskrifar Woolf hin kunnuglegu menn-
ingarhandrit tímabilsins til jafns við Heart of Darkness með því að draga
fram hvernig innfæddar konur stara þöglar á móti þegar túristarnir góna og
hafa í frammi það sem Wollaeger kallar „smell hinnar sjálfstæðu hugveru“
sem lýsir yfir sjálfdæmi hinna nýlendugerðu annarra.50 Við þessa grein-
ingu vil ég bæta að það er einkum gláp einnar innfæddrar konu, móður
með barn á brjósti, sem endurómar brostin augnaráð svörtu skipverjanna
og afrísku konunnar í Heart of Darkness. „Þar sem þau [Englendingarnir]
röltu um í hægðum sínum,“ skrifar Woolf,
fylgdi augnaráðið þeim eftir, fór um fótleggi þeirra, líkama, höfuð,
af forvitni, ekki laust við fjandskap, líkt og skríðandi vetrarfluga.
Þegar hún dró sjalið sundur og opnaði vörum hvítvoðungsins leið
að brjóstinu hafði hún aldrei augun af andlitum þeirra, enda þótt
þau yrðu óróleg undir mænandi augnaráði hennar og litu loks undan
fremur en að standa þarna og horfa á hana lengur.51
Andstæðuparið hugvera/hlutvera, sem rennir stoðum undir nýlendu-
túrisma, leysist upp á þessu andartaki hins öfuga gláps. Þetta er andartak
„nýlendulegrar eftirmyndar“. Með því að bergmála Conrad kom Woolf
nýlenduþemanu á laggirnar en sveigði svo burt frá því. Sú staðreynd að það
er móðir með barn á brjósti sem setur niðurrif andstæðna í kastljósið sam-
einar nýlenduplottið og kynjaplottið og er forboði um flótta Rachel undan
hjónabandi og á vit sjúkdóms. Í innfæddu konunni með barnið á brjósti
sér Rachel eigin framtíðaránauð í hjónabandi, móðurhlutverki og líkama
konunnar; á þessum kynbundna punkti tengsla þvert yfir línur kynþátta og
þjóðlanda hefst undanhald Rachel frá tilhugalífsplottinu. Senan endar á því
að andstæðukerfi siðmenningar/villimennsku virðist komið á aftur þar sem
50 Mark Wollaeger, „Woolf, Picture Postcards, and the Eilision of Race: Colonizing
Women in The Voyage Out“, Modernism/Modernity, 1/2001, bls. 43–75, hér bls.
67.
51 The Voyage Out, bls. 284–285.
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG