Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 225

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 225
225 stæðupörin siðmenning/villimennska, nútími/hefð, sem lágu til grundvall- ar framgangi þjóðlýsinga og túrisma í samhengi heimsveldisins, menning- arlegri iðju heimsveldis sem Woolf hefur kynnst í gegnum heimssýningar í Vestrinu, þar sem hefðbundið frumbyggjalíf var kynnt og þegar sprenging varð í framleiðslu þjóðfræðilegra póstkorta með myndum af „villimönn- um“ sem „siðmenntað“ fólk hafði gaman af að senda hvert öðru snemma á tuttugustu öld. Að vissu marki endurskrifar Woolf hin kunnuglegu menn- ingarhandrit tímabilsins til jafns við Heart of Darkness með því að draga fram hvernig innfæddar konur stara þöglar á móti þegar túristarnir góna og hafa í frammi það sem Wollaeger kallar „smell hinnar sjálfstæðu hugveru“ sem lýsir yfir sjálfdæmi hinna nýlendugerðu annarra.50 Við þessa grein- ingu vil ég bæta að það er einkum gláp einnar innfæddrar konu, móður með barn á brjósti, sem endurómar brostin augnaráð svörtu skipverjanna og afrísku konunnar í Heart of Darkness. „Þar sem þau [Englendingarnir] röltu um í hægðum sínum,“ skrifar Woolf, fylgdi augnaráðið þeim eftir, fór um fótleggi þeirra, líkama, höfuð, af forvitni, ekki laust við fjandskap, líkt og skríðandi vetrarfluga. Þegar hún dró sjalið sundur og opnaði vörum hvítvoðungsins leið að brjóstinu hafði hún aldrei augun af andlitum þeirra, enda þótt þau yrðu óróleg undir mænandi augnaráði hennar og litu loks undan fremur en að standa þarna og horfa á hana lengur.51 Andstæðuparið hugvera/hlutvera, sem rennir stoðum undir nýlendu- túrisma, leysist upp á þessu andartaki hins öfuga gláps. Þetta er andartak „nýlendulegrar eftirmyndar“. Með því að bergmála Conrad kom Woolf nýlenduþemanu á laggirnar en sveigði svo burt frá því. Sú staðreynd að það er móðir með barn á brjósti sem setur niðurrif andstæðna í kastljósið sam- einar nýlenduplottið og kynjaplottið og er forboði um flótta Rachel undan hjónabandi og á vit sjúkdóms. Í innfæddu konunni með barnið á brjósti sér Rachel eigin framtíðaránauð í hjónabandi, móðurhlutverki og líkama konunnar; á þessum kynbundna punkti tengsla þvert yfir línur kynþátta og þjóðlanda hefst undanhald Rachel frá tilhugalífsplottinu. Senan endar á því að andstæðukerfi siðmenningar/villimennsku virðist komið á aftur þar sem 50 Mark Wollaeger, „Woolf, Picture Postcards, and the Eilision of Race: Colonizing Women in The Voyage Out“, Modernism/Modernity, 1/2001, bls. 43–75, hér bls. 67. 51 The Voyage Out, bls. 284–285. MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.