Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 155
155
því sem framgangur ímyndarinnar hefur orðið fyrirferðarmeiri og birting-
armáttur hennar færst nær veruleikanum með tæknilegum aðferðum, hafa
hugmyndir um falsmyndir og skaðlegan (eftirlíkingar)mátt tekið á sig nýja
mynd þar sem leitast er við að greina hlut miðlunar í ímyndasamfélagi
nútímans. Vegur þar gjarnan þungt sú hugmynd að „samfélag sjónarspils-
ins“, svo vísað sé til tímamótaverks Guys Debord, hliðri almennri og ein-
staklingsbundinni söguvitund, jafnvel þurrki hana út.14 Hverfulleiki og
yfirborðskennd ímyndarinnar, viðstöðulaust áreiti hennar og beintenging
við líðandi stund kemur í stað söguskilnings eða tilfinningar fyrir sögulegri
samfellu.15
Hugmyndir þessar eru jafnframt miðlægar í kenningum „hraðafræð-
ingsins“ Paul Virilio. Í bók sinni um Sjónvélina/La machine de vision (1988)
varpar hann t.d. fram hugmynd um framtíðarvél sem framkallað geti
„hugrænar myndir“ í stafrænu minni auk þess sem hún geti numið og
„skilið“ sjónsviðið á máta sem svipar til mannsaugans.16 Í heiminum sem
Virilio sér fyrir sér situr vélin því beggja megin borðsins, hún framleiðir
ímyndir en hún er líka orðin neytandi þeirra og má spyrja í framhald-
inu hvort nokkurt rúm sé fyrir manneskjuna í slíkri framtíðarsýn. Líkt
og Debord bendir Virilio á að stýring og mótun ímynda sé ein mikilvæg-
asta iðja stórfyrirtækja og valdhafa og er svo komið að sjálfu veruleika-
hugtakinu stendur jafnvel ógn af sjónarspili ímyndasamfélagsins: „Frá því
um aldarbyrjun hefur hið evrópska sjónskynjunarsvið verið fórnarlamb
látlausrar innrásar tákna, framsetningaraðferða og merkinga sem næstu
tuttugu, þrjátíu, sextíu árin hafa fjölgað sér stjórnlaust, utan við nokkurt
14 Rit franska heimspekingsins og listamannsins Guy Debord, Samfélag sjónarspils-
ins/La société du spectacle (1967) hefur stöðu eins konar frumtexta í samhengi við
póstmóderníska gagnrýni á „uppgang ímyndarinnar“ í kapítalískum nútíma en þar
skilgreinir höfundur ákveðið umræðusvið og áherslur sem áttu eftir að verða að
þrástefi í skrifum sporgöngumanna á borð við Jean Baudrillard. Meðal þess sem
Debord bendir á í greiningu sinni á samfélagi sjónarspilsins er að í nútímanum sé
veröldinni miðlað til einstaklinga með sífellt markvissari hætti og því fylgir að sýn
þess sem stjórnar miðluninni hefur úrslitaáhrif á skilningsmöguleika viðtakandans,
búið er að „ramma“ veruleikann inn í ímyndina áður en hann berst til áhorfandans.
Sjá Guy Debord, The Society of the Spectacle, þýð. Donald Nicholson-Smith, New
York: Zone Books, 1995.
15 Það er ekki síst Frederic Jameson sem unnið hefur með athyglisverðum hætti með
þessar hugmyndir. Sjá t.d. grein hans, „Póstmódernismi eða menningarleg rökvísi
síðkapítalismans“, þýð. Magnús Þór Snæbjörnsson, Af marxisma, ritstj. Magnús
Þór Snæbjörnsson og Viðar Þorsteinsson, Reykjavík: Nýhil, 2009, bls. 236–301.
16 Paul Virilio, The Vision Machine, þýð. Julie Rose, London, Bloomington og
Indianapolis: Indiana University Press og BFI Publishing, 1994, bls. 59–77.
SöGUR ÚR VAXMYNDASAFNINU