Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 189
189
sjálfri hefðinni með það að markmiði að skapa róttæka nýja hámenningu
sem fæli í sér möguleika á félagslegum og pólitískum breytingum. Frá
því á níunda áratugnum hefur mikið verið fjallað um það hvernig mód-
ernistar og listamenn framúrstefnunnar nýttu form og inntak úr alþýðu-
menningu og fjöldamenningu og endursköpuðu á eigin forsendum. Á
þriðja áratugnum, þegar framúrstefnulistamenn fögnuðu nýjum miðlum
og tækni, urðu meira að segja til hugsjónir um annars konar fjöldamenn-
ingu sem yrði óháð markaðsvæðingu kapítalismans (Brecht, Benjamin,
Tretjakov) og myndi vísa veginn að nýrri veröld. Pólitískur óstöðugleiki
og óljós framtíðarsýn fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöld gerði það að verk-
um að módernískar staðleysur urðu til á hægri væng stjórnmálanna, þeim
vinstri og á hinni frjálslyndu miðju. En stigskiptingin í hámenningu og
lágmenningu hélst nokkurn veginn óbreytt eins og hin félagslega mis-
skipting. Í Bandaríkjunum varð einstrengingslegur póstmódernismi og
menningarfræði til þess að skiptingin í hámenningu og lágmenningu var
lögð á hilluna en það er ótímabært að mínu mati. ég mun leiða rök að því
að þetta andstæðupar megi nota sem viðmið í rannsóknum á öðrum mód-
ernismum og hnattvæðingu menningarinnar. Í þeim rannsóknum ber að
líta á andstæðuparið sem einföldun á mun flóknari samböndum er tengjast
uppsköfnum tímum og rýmum sem alls ekki er hægt að skilgreina út frá
tvenndarhyggju. Þegar andstæðuparið hefur losnað undan einstrengings-
legri merkingunni, sem umræðan í Evrópu og Bandaríkjunum léði því,
virðist mér mega bera saman fyrirbæri menningarlegrar hnattvæðingar í
ljósi þess, þar með talda eldri módernisma utan Evrópu, í Asíu, Rómönsku
Ameríku eða Afríku. Módernismi utan hins vestræna heims hefur of lengi
verið hunsaður á Vesturlöndum. Annaðhvort var ekki reiknað með honum
á þekkingarfræðilegum forsendum, þar sem einungis Vesturlönd voru talin
nógu þróuð til að geta af sér ósvikinn módernisma, eða hann var afskrifað-
ur bæði í heimsborgunum og utan þeirra sem léleg eftiröpun og afbrigði,
mengað af staðbundinni menningu. Slík „viðurkennd fáfræði“, eins og
Gayatri Spivac kallaði það í öðru samhengi, er ekki lengur ásættanleg.29
Stigskiptingin í hámenningu og lágmenningu er ekki bara gagnleg við
ákveðna flokkun módernisma eftir 1945. Aðgreiningin á djúpar rætur í
hefðinni og kemur fram í birtingarmyndum hennar í samtímanum. Ef við
skoðum til dæmis hvernig klassísku Brahmintextarnir Mahabharatha eða
29 Gayatri Chakravorty Spivak, In Other Worlds. Essays in Cultural Politics, London og
New York: Methuen, 1987, bls. 199.
LANDFRæðI MÓDERNISMANS Í HNATTRæNUM HEIMI