Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 201
201
Susan Stanford Friedman gegnir stöðu prófessors í enskum bókmenntum og
kvennafræðum við Madison-háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún
hefur sérhæft sig í rannsóknum á módernisma og nútíma, aðferðafræði femín-
isma og kvennabókmenntum, menningarfræði og heimsbókmenntum á ensku.
Á undanförnum árum hefur hún átt drjúgan þátt í því endurmati á mód-
ernisma sem tengist landfræðilegum rannsóknum. Greinin sem hér birtist
í íslenskri þýðingu er ein af þeim fyrstu sem Friedman skrifaði um efnið en
þar leggur hún fram grunn að rannsóknaraðferð sem skoðar módernisma út
frá stað eða staðsetningu.1 Í greininni er talað um locational approach og loca-
tional modernist studies; einnig hefur Friedman notað orðin locational modern-
ism en hér verður notast við hugtakið ‚staðarmódernisma‘. Nálgunin á rætur
í riti Friedmans frá 1998 sem nefnist Mappings. Feminism and the Cultural
Geographies of Encounter en þar kynnir hún til sögunnar staðarfemínisma
(e. locational feminism).2 Þessa aðferð hefur hún síðan heimfært upp á rannsókn-
ir á módernisma og lagt megináherslu á tvennt, annars vegar þjóðhverfingu
(e. indigenization), þá tilhneigingu að breyta aðfluttri menningu og hugmynda-
fræði í þjóðlega, ljá henni yfirbragð og vægi upprunaleikans eða þjóðleikans og
hins vegar menningarlega hliðskipun (e. cultural parataxis) sem er til umfjöll-
unar í greininni sem birtist hér. Á allra síðustu árum hefur Friedman einnig
talað um hnattræna nálgun eða planetarity og kennt menningarlega hliðskipun
1 Susan Stanford Friedman, „Cultural Parataxis and Transnational Landscapes of
Reading. Toward a Locational Modernist Studies“, Modernism, 1. b., ritstj. Ástráður
Eysteinsson og Vivian Liska, A Comparative History of Literature in European Lang-
uages, XXI. b., Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins Publishing Company,
2007, bls. 35–52. Birt með leyfi ©John Benjamins Publishing Company. Greinin
er að sögn höfundar skrifuð árið 1999.
2 Sjá Susan Stanford Friedman, Mappings. Feminism and the Cultural Geographies of
Encounter, Princeton N.J.: Princeton University Press, 1998, einkum bls. 3–13.
susan stanford friedman
Menningarleg hliðskipun
og þverþjóðlegt leslandslag
Áleiðis í átt að rannsóknum á staðarmódernisma
Ritið 2/2013, bls. 201–231