Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 79
79
myndarinnar, þegar gjarnan var unnið með kyrrmyndir af dauðum hlutum
sem síðan lifnuðu við á hvíta tjaldinu.114 Kvikmynd Richters er um margt
lýsandi fyrir vinnu framúrstefnukvikmyndarinnar með hefð aðdráttarkvik-
myndarinnar, sem framúrstefnan sækir til með margvíslegum hætti til að
sporna gegn ríkjandi hefð frásagnarkvikmyndarinnar.115 Ímyndir vofanna
í kvikmynd Richters, sem eru víðs fjarri því að vekja með áhorfandanum
nokkra ókennd, geyma einnig samræðu við eldri kvikmyndahefð. Þannig
hefur Barry Curtis sýnt fram á að á upphafsárum kvikmyndarinnar eru fá
dæmi þess að draugar „veki raunverulega hroll“116 og í mörgum tilfellum
var tækni kvikmyndarinnar jafnvel beitt til þess að afhjúpa eða varpa gagn-
rýnu ljósi á andatrú og miðilsstarfsemi. Draugagangurinn myndar fyrst
og fremst ramma utan um tilraunir og leik með framandleg hreyfilög-
mál, myndblöndun, kyrrmyndir, klippingu og aðra tæknilega möguleika
kvikmyndamiðilsins, en Curtis tilgreinir Reimleika að morgni sem dæmi
um framhald þessarar hefðar í framúrstefnukvikmyndum þriðja áratug-
arins.117 Dæmi um slíka úrvinnslu frá árdögum kvikmyndarinnar má m.a.
finna í verkum Méliès, þ.á m. í Le Portrait spirituel (Andamyndin) frá 1903,
þar sem vísað er með beinum hætti til andaljósmyndunar í verki sem sýnir
konu umbreytast í mynd á lérefti en vakna síðan aftur til lífs og stíga út
úr myndrammanum.118 Í Les Cartes vivantes (Lifandi spil) eftir Méliès má
sjá svipaða sviðsetningu: kóngur og drottning vakna til lífs og stíga út
úr mannhæðarháum spilum þegar eldur er tendraður.119 Einnig mætti
hér nefna Le Château hanté (Draugakastalinn) frá 1897, þar sem vofur,
beinagrindur og ýmsar annarlegar verur ganga ljósum logum í gömlum
kastala.120 Fjölmörg dæmi til viðbótar má finna um slíka vinnu með reim-
leika á upphafsárum kvikmyndarinnar. Vofurnar eru gjarnan í einskonar
„slapstick“ eða „ærslahlutverki“, þær „valda stjórnleysi eða óskunda, herja
á þorp eða bregða sér í frí frá kirkjugarðinum“, en ærslin byggjast jafnan
114 Sama heimild, bls. 141.
115 Sjá Gunning, „The Cinema of Attraction“.
116 Curtis, Dark Places, bls. 152.
117 Sama heimild, bls. 153.
118 Sama heimild, bls. 152.
119 Sjá Nead, The Haunted Gallery, bls. 99–100.
120 Sjá Curtis, Dark Places, bls. 152. Hér er vert að nefna að á meðal þeirra kvikmynda
sem Richter lagði drög að en náði ekki að hrinda í framkvæmd var verk með heitinu
Baron Münchhausen. ætlunin var að Méliès hannaði sviðsmynd verksins en Richter
lagði verkefnið til hliðar eftir andlát Méliès árið 1938. Sjá Scheugl og Schmidt,
Eine Subgeschichte des Films, 2. bindi, bls. 748.
SVIPMYNDIR Að HANDAN