Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 49
49
tengist Richter einnig starfsemi dadahreyfingarinnar í Berlín og þeim
straumum innan hennar sem byggðu á samþættingu dadaískrar fagurfræði
og kon strúktívisma. Þaðan berst Richter inn í hringiðu alþjóðlegs kon-
strúktívisma á þeim tíma þegar Berlín verður að miðstöð þeirrar starfsemi,
ekki síst vegna nærveru rússneskra og annarra austur-evrópskra listamanna
í borginni. Árið 1923 kemur út fyrsta hefti tímaritsins G (bókstafurinn
stendur fyrir „Gestaltung“ eða „mótun“, sem felur í senn í sér skírskot-
un til röklegrar skipanar, sköpunar og hönnunar í síðari tíma skilningi),
sem ætlað var að þjóna sem vettvangur hinna nýju alþjóðlegu strauma í
listsköpun. Auglýsingar, tilkynningar og umfjöllun í fyrsta hefti G sýna
að tímaritið var nátengt öðrum málgögnum alþjóðlegs konstrúktívisma á
þessu tímabili, þ.á m. De Stijl, Ma, Merz, Mécano, Zenit, Pásmo, Zwrotnica,
Het Overzicht og Blok.26 Tímaritið stefndi að mótun nýs listræns táknheims
eða tungumáls sem væri „hlutlægt, vísindalegt, félagslegt, altækt og öllum
skiljanlegt“,27 þar sem það næði til djúps skilningslags er væri frumlægt
og sammannlegt. Richter lýsti því síðar yfir að markmið G hafi verið að
„skapa vettvang fyrir þær hugmyndir sem í kjölfar dadatímabilsins og með
Balázs frá 1924: Der sichtbare Mensch oder die Kultur des Films, Frankfurt am Main:
Suhrkamp, 2001 – sjá einnig Mattias Frey, „Cultural Problems of Classical Film
Theory. Béla Balázs, „Universal Language“ and the Birth of National Cinema“,
Screen 4/2010, bls. 324–340. Verk Richters og Eggelings hafa einkum sérstöðu að
því leyti að hér er markvisst stefnt að mótun nýs, óhlutbundins „tungumáls“ sem
beinist að sammannlegum, forskilvitlegum grunnþáttum skynjunarinnar, sem eru
óháðir bæði þjóðtungum og menningarlegum aðstæðum eða skilyrðum.
26 Um starfsemi alþjóðlegs konstrúktívisma á þriðja áratugnum, sjá Hubert van den
Berg, „„Übernationalität“ der Avantgarde – (Inter-)Nationalität der Forschung.
Hinweis auf den internationalen Konstruktivismus in der europäischen Literatur
und die Problematik ihrer literaturwissenschaftlichen Erfassung“, Der Blick vom
Wolkenkratzer. Avantgarde – Avantgardekritik – Avantgardeforschung, ritstj. Wolf-
gang Asholt og Walter Fähnders, Amsterdam, Atlanta: Rodopi, 2000, bls. 255–288;
Bernd Finkeldey, „Im Zeichen des Quadrates. Konstruktivisten in Berlin“, Berlin –
Moskau 1900–1950, ritstj. Irina Antonowa og Jörn Merket, München og New York:
Prestel, 1995, bls. 157–161. Um þátttöku Richters í starfsemi konstrúktívismans
sjá einnig Bernd Finkeldey, „Hans Richter and the Constructivist International“,
þýð. Carol Scherer, Hans Richter. Activism, Modernism, and the Avant-garde, bls.
93–121.
27 Detlef Mertins og Michael W. Jennings, „Introduction. The G-Group and the
European Avant-garde”, G. An Avant-Garde Journal of Art, Arhitecture, Design, and
Film, 1923–1926, ritstj. D. Mertins og M.W. Jennings, London: Tate, 2010, bls.
3–20, hér bls. 6.
SVIPMYNDIR Að HANDAN