Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 196
196
ina“,38 væri áhersla á miðlun meira viðeigandi en evrópska aðgreiningin
í hátt og lágt. Miðilshugtakið á mjög vel við í umræðunni um aðra mód-
ernisma þar sem það gefur færi á að skoða fleira en tungumál og myndmál
og taka inn í myndina aðra miðla, sem ekki reiða sig á tungumálið, eins og
arkitektúr og borgarrými. Enda hefur arkitektúr og borgarskipulag verið á
meðal helstu birtingarmynda módernismans utan hins vestræna heims.
4. Við ættum aftur að taka tillit til fagurfræðilegra gilda og forma í
greiningu á allri menningariðkun og framleiðslu. Í því samhengi er spurn-
ingin um mælikvarða lykilatriði: Í stað þess að leggja áherslu á hið nýjasta
og róttækasta í vestrænni framúrstefnu hverju sinni ættum við að beina
athyglinni að fjölbreytilegum endurgerðum og endurskriftum, bricolage39
og þýðingum og auka þannig skilning okkar á frumlegri nýsköpun. Þá
ættum við að skoða textatengsl, skapandi eftiröpun, möguleika texta til
að grafa undan inngrónum hefðum með sjónrænum eða frásagnarlegum
aðferðum, möguleika á að breyta notkun miðla og svo framvegis. ég legg
þannig til listiðkun í brechtískum skilningi, en það er módernismi með
breyttu sniði: stjórnmálalega hæverskari og fagurfræðilega móttækilegri
fyrir list fortíðarinnar en útópísk mælskulist sögulegu framúrstefnunnar
gaf færi á. Í þessu ljósi má lesa marga rithöfunda sem vanalega eru taldir
fulltrúar hnattrænna bókmennta samtímans.
5. Við ættum að leggja þá hugmynd á hilluna að árás á hámenningu
gegni einhverju meiriháttar hlutverki í pólitískri og félagslegri ummynd-
un. Þessi hugmynd einkenndi einmitt evrópsku framúrstefnuna þegar hún
var hvað hugdjörfust og blundar enn í ákveðnum lýðskrumurum innan
háskólasamfélagsins í Bandaríkjunum. Hugum frekar að tengslum menn-
ingariðkunar og menningarafurða við pólitíska og félagslega orðræðu í
ákveðnu staðbundnu og þjóðlegu samhengi og breytingum sem verða á
þeim við þverþjóðleg menningarsamskipti. Pólitík annarra módernisma
stendur djúpum rótum í hugmyndafræðilegu samhengi nýlendunnar og
eftirlendunnar þar sem hugmyndir um elítu, hefðir og vinsældir eru með
öðrum hætti en á Vesturlöndum fyrr og nú.
Engu skiptir hvaða landsvæði módernismans við skoðum, alltaf verður
að gaumgæfa viðkomandi samfélag með tilliti til veruháttar og félagslegrar
38 Angel Rama, The Lettered City, Durham, NC: Duke University Press, 1996.
39 Hér er vísað til hugtaks Rolands Barthes um þúsundþjalasmiðinn (fr. bricoleur) og
virkni hans (fr. bricolage) í menningunni. [Athugas. þýð.]
andREas HuyssEn