Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 226
226
„gufubáturinn snýr við og byrjar að sigla aftur í átt til siðmenningarinnar.“52
En margbrotnari lestur á skáldsögunni tekur með í reikninginn hvernig
kvíin „siðmenning“ hefur þegar verið dregin í efa og verður það áfram.
Óvefengdur þjóðernisrasismi skáldsögunnar birtist ekki eins vel í þorps-
senunni og í neikvæðum myndum af spænskum og frönskum læknum sem
leika Rachel grátt. Einkum vekur dr. Rodriguez ekki traust hjá Terence
sem „lítur á hann og sér hve smár hann er, skítugt hirðuleysið, skálkslegt
yfirbragðið, ógreindarlegt, loðið andlitið.“53 Það er þarna sem Terence
afræður að færa sig „hærra upp“ á evrópska skalanum frá enskum sjón-
arhóli með því að kalla til franskan lækni, sem þó stendur ráðþrota frammi
fyrir framrás hins dularfulla sótthita Rachel. Við fáum aldrei að vita hvort
læknarnir Rodriguez og Lesage eru mestísar úr þorpinu eða raunveruleg-
ir Evrópumenn. En ég myndi telja að gagnrýnislaus framsetning textans
á útlenskum uppruna þeirra bendi til andstæðunnar norður/suður, eng-
ilsaxneskt/rómanskt, sem liggur til grundvallar margbreytileika Evrópu,
fremur en sjálf/annar-andstæðu nýlendustefnunnar – til þeirrar innan-
Evrópu-dýnamíkur sem ég sé að verki í Heart of Darkness, í árás pólska
innflytjandans á belgíska heimsvaldastefnu sem felur í sér ísmeygilega
umritun orðræðu Breska heimsveldisins.
Náin gaumgæfni á því hvernig kyn, landfræði, kynþáttur og málefni
nýlendustefnunnar flækja The Voyage Out kemur í veg fyrir einfeldnings-
legar tengingar skáldsögunnar við annaðhvort stuðning við áframhaldandi
heimsvaldastefnu eða gagnrýni á hana. Samþætting Woolf á kynjastefjum
og nýlenduplotti er einkar hentug til þess að skýra hvernig kyn flækir
það sem virðist vera frekar einfalt eftirlendulegt hefndarstef í Seasons of
Migration to the North eftir Salih. Sjálfur hefur Salih fjallað um þetta plott
í athugasemd um það sem knýr söguhetjuna áfram:
Í Evrópu ríkir hugmynd um að drottna yfir okkur. Sú drottnun tengist
kynlífi. Í óeiginlegri merkingu nauðgaði Evrópa Afríku á ofsafenginn
hátt. Mustafa Said, söguhetja bókar minnar, brást við þeirri drottn-
un með öndverðu viðbragði sem fól í sér ákveðinn hefndarþorsta.
Í sínum ofboðslegu sigrum í kvennamálum leitast hann við að valda
Evrópu sömu niðurlægingu og álfan leiddi yfir þjóð hans. Hann lang-
ar til að nauðga Evrópu í táknrænum skilningi.54
52 Sama heimild, bls. 286.
53 Sama heimild, bls. 286.
54 Constance Berkley og Osman Hassan Ahmed, Tayeb Salih Speaks: Four Interviews
susan stanfoRd fRiEdMan