Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 145
145
því smám saman að muna skynjun, viðfangsefni skilningarvitanna. Þróun
skynjunar er eina þroskasagan sem skiptir máli“ (bls. 194). Aftur er það
áherslan á minni skilningarvitanna, skynjunina, og er þetta að einhverju
leyti óvenjuleg áhersla, sem skýrist þó eflaust af því að það er þroskasaga
skálds sem hér um ræðir. Ekkert er mikilvægara fyrir skáldskapinn en að
þróa skynjunina.
Þróun og þroskasaga skáldsins er líka mikilvægur þráður í verkinu.
Sigurður segist hafa verið fimm ára þegar hann ákvað hvað hann ætlaði að
verða þegar hann yrði stór: „gull- og silfursmiður, listmálari, rithöfundur
[...] svona var lífið bara, þetta voru mín örlög“ (Minnisbók, bls. 17–18, einn-
ig nefnt í Bernskubók, bls. 103). Þegar hann er kominn til Parísar sér hann
fljótt að hann kann ekkert fyrir sér og hefur engar forsendur til að takast
á við málaralistina, því verður það enn sárara að sjá snilld Van Goghs sem
hann grætur yfir á fyrstu dögum sínum í borginni (bls. 19). Þannig mætir
borgin honum full af nið aldanna (sem hann heyrir í Notre dame), full
af snillingum, vonbrigðum og sigrum. Og eftir nokkur ár í borginni er
orðið ljóst að það er þriðji valkosturinn sem verður að fullvissu: skrifin
(bls. 201). Í Bernskubók lýsir hann því þegar hann kennir sér að lesa (bls.
68). Fleiri sígild minni úr upprunasögu skálds má sjá þar, eins og þegar
hann ræðir áhrifamiklar barnabækur og áhrifamikil orð (bls. 86). Og þrátt
fyrir meðvitund hans um tilviljanakennt samband orðanna og hlutanna eru
ákveðnar minningar og tilfinningar tengdar orðum, eins og hann lýsir með
tengingunum sem kvikna hjá honum þegar hann heyrir orðið ‚kotasæla‘,
sem fyrir sveitadrengnum er ómöguleg þversögn (bls. 88).
Sigurður lýsir líka sínum fyrstu tilburðum til skrifa þegar hann ákveð-
ur að halda dagbók, ekki síst til að staðsetja sig í heiminum (Bernskubók,
bls. 94). Í Veðrabókinni, sem var „alvarlegasta bókin“ (bls. 95), átti allt að
rúmast: „samspil staðreynda og upplifunar, vísinda og skynjunar“ (bls. 96).
Hann hefur svo skáldsagnaskrif en hættir við slíkt til að takast á við metn-
aðarfyllsta verkið fram til þessa, heyskaparannál (bls. 205), þar sem átti
að skrá allt sem fyrir bar hvern dag í heyskapnum. En „veruleikinn hafði
betur á hverjum einasta degi“. Hann skrifar langt fram á nótt til að ná öllu,
en „enginn mundi neitt nákvæmlega“ (bls. 206). Og hann gerir sér grein
fyrir að verkefnið er vonlaust:
En með því að skrásetja er alltaf að einhverju leyti verið að frysta
rás tímans, það er álíka vonlaust og stífla rennandi vatn. Það heldur
áfram að renna, safnast upp og ryður stíflunni úr vegi. Þessi piltur
„MINNIð ER ALLTAF Að STöRFUM“