Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 29
29
indastöðu“ módernismans sem ýmsir hafa snúist gegn á síðustu árum.
Þeirri stöðu er kannski best lýst með þessum kunnu orðum sem standa í
lok skáldsögunnar Önnu eftir Guðberg Bergsson: „Sé söguþræðinum gefið
á hann, ruglast kerfið og snýst í margbrotinn skáldskap sem stendur fastur
í hænuhaus lesandans.“39 Þessi yfirlýsing er ekki einhlít, enda þess ekki að
vænta í skáldsögu eftir Guðberg. Það má skilja hana sem svo að margbrot-
inn skáldskapur, þar sem söguþráðurinn hefur brenglast, sé einungis fyrir
þá sem ekki hafa „hænuhaus“. En er „lesandinn“ ekki fulltrúi allra lesenda
og er þá ekki vísað til þess að öll þurfum við stundum að glíma við þá
reynslu að söguþráðurinn bregðist?
Síðmódernismi og ferðalög módernismans
Líti menn svo á að módernisminn hafi leyst realismann af hólmi og jafn-
vel orðið leiðandi afl í bókmenntum (a.m.k. á Vesturlöndum), þá vaknar
auðvitað sú spurning hversu lengi það tímabil standi og hvað hafi tekið
við að því loknu. Bradbury og McFarlane draga mörkin um 1930, eins og
áður sagði. Þeir segja í greininni „The Name and Nature of Modernism“
að svo hafi virst um hríð sem þróunin eftir 1930 yrði í átt að realisma,
en þegar horft sé um öxl, frá miðjum áttunda áratugnum, sjáist að risið
hafi bylgja sem farið sé að kalla „póstmódernisma“. Þeir benda að vísu á
að Frank Kermode, sem var þá orðinn einn virtasti bókmenntafræðingur
Bretlandseyja, hafi fært fyrir því sterk rök að skýr samfella sé frá mód-
ernisma millistríðsáranna til þess sem á seyði hafi verið á liðnum áratug-
um. Um þetta megi lesa í ritgerðinni „Modernisms“ eftir Kermode, sem
birst hafði nokkrum árum áður. Kermode hafði að vísu einnig notað orðið
„nýmódernismi“ og þeir Bradbury og McFarlane telja ljóst að um sé að
ræða það sem aðrir kalla póstmódernisma og eigi við um listamenn á borð
við John Cage og Tinguely, og rithöfunda eins og Beckett, Jorge Luis
Borges, Vladimir Nabokov og William Burroughs.40 Þótt ritstjórarnir
viðurkenni að sérstaða póstmódernismans sé umdeild, dugar hann þeim
sem staðfesting á því að hinu sérstaka tímabili módernismans sé lokið.
Lengi vel var svo að sjá sem þeir Bradbury og McFarlane hefðu hitt
naglann á höfuðið. ég var við háskólanám í Bandaríkjunum fyrir og um
miðjan níunda áratuginn, þegar umræðan um póstmódernisma var í
39 Guðbergur Bergsson, Anna, Reykjavík: Helgafell, 1969, bls. 249.
40 Bradbury and McFarlane, „The Name and Nature of Modernism“, Modernism.
1890–1930, bls. 19–55, hér bls. 34–35.
FRÁSAGNARKREPPUR MÓDERNISMANS