Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 137
137
bókmenntunum, og spyr spurningarinnar: hver er ég? Hins vegar er það
sá sem heldur á penna sem veltir fyrir sér hvaða reynslu barnið hafi orðið
fyrir og hvað þessi ungi maður hafi fundið sem hafi haft áhrif á stefnu hans
og líf. Og höfundurinn spyr: Hvernig varð ég það sem ég er? Og kannski
mætti bæta við þriðju spurningunni: Hvar er mitt forna líf og horfni heim-
ur? Í upphafi Bernskubókar er tilvitnun í Philippe Sollers: „Það á aldrei að
afneita æsku sinni (uppreisnargjarnri) og ennþá síður bernskunni (mag-
ískri).“ Þessa hugsun má sjá sem leiðarljós þessara tveggja bóka. Sjálfi og
sjálfsmynd barns og ungs manns er haldið til haga og það er einmitt með
þessari aðferð, að gera skýran greinarmun á sögumanni og viðfangi, sem
breytilegri sjálfsmynd í tíma eru gerð skil.
Í upprifjun á sjálfi, sjálfsmynd og liðnum atburðum getur ýmsu skeik-
að, þótt vissulega sé haldið tryggð við eldra sjálf, ef svo má að orði kom-
ast. Eakin segir um þann sannleika sem birtist í bókum sem reiða sig á
óstöðugt minni og breytilega sjálfsmynd: „Tryggðin við sannleikann sem
er miðpunktur og helsta einkenni endurminningabóka, er ekki beinlínis
tryggð við staðreyndir og heimildir sem ævisagnaritarar og sagnfræðingar
gætu sannreynt heldur tryggð við vitund sem ritarinn man, og óendanlega
röð sjálfsmynda, tryggð við söguna af sjálfinu.“7 Þáttur skáldskapar hefur
stundum þótt varpa rýrð á þennan ‚sannleika‘, en því er Sigurður Pálsson
ekki sammála. Í upphafi Bernskubókar lýsir hann hitabylgjunni miklu sem
hann segir hafa einkennt daginn sem hann fæddist og vantrúnni sem mætir
honum þegar hann segir þá sögu, ekki síst af því að hann er skáld, og
honum finnst ómaklegt: „Skáldskapur er að mínu viti ekki uppspuni, hvað
þá lygar, skáldskapur er ofsafengin leit að sannleikanum“ (Bernskubók, bls.
13). Og eflaust á það ekki síður við um skrifin í þessum verkum.
Eins og áður var nefnt þá er minnið alveg einstaklega óáreiðanlegt fyr-
irbæri og í raun sérkennilegt að þessi hverfuli, skeikuli og síbreytilegi eig-
inleiki manneskjunnar skuli vera grunnurinn að sjálfsmynd okkar, grunn-
urinn að okkur sjálfum, því þegar minnið bilar og fólk missir tökin á sögu
sinni tapar það sjálfu sér, verður ókunnugt sjálfu sér.8 Höfundurinn er
hér meðvitaður um einmitt þetta; það er ekki nóg með að við gleymum
atburðum, andlitum, umhverfi, árum, heldur umbreytast minningar í huga
okkar þegar ný reynsla litar þá eldri, nýtt andrúmsloft, tilfinning, yfir-
bugar þá fyrri. Sigurður veltir fyrir sér sköpunarmætti minnisins í gegn-
7 John Paul Eakin, Living Autobiographically, bls. 64.
8 Sjá t.d. Anne Whitehead, Memory, London og New York: Routledge, 2009, bls.
50–53.
„MINNIð ER ALLTAF Að STöRFUM“