Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 110
110
skylduhyski hans, svo menn geta hugsað sér, hvernig ég muni líta á
skepnur komnar út af passíusálmaræflum og betlehemsfábjánum.8
ættardramb Þórðar og Tómasar þjónar tvíþættum tilgangi: annars vegar
að kortleggja ágæti eigin kynstofns og hins vegar að staðsetja sig utan við
íslenska alþýðu sem þeir fordæma báðir, enda „ekki sama út af hvaða fólki
menn eru komnir.“9 Þeir eru einir eftir sinnar tegundar og eru þess vegna
ónæmir fyrir þeim menningarlega doða og getuleysi sem einkennir höfuð-
staðinn. Orðræða Tómasar minnir óneitanlega á menningarumræðu þjóð-
ernissinnaðra íhaldsmanna, einkum frá þriðja áratugnum, um að innreið
nútímans feli í sér hnignun og úrkynjun íslenskrar þjóðmenningar. Tómas
fer mikinn í sjúkdómsgreiningu sinni en hann líkir ástandi höfuðborg-
arinnar við „hættulegan faraldur“.10 Bókaverslanir þar í bæ eru t.d. menn-
ingartærandi smitleiðir sem draga næringu úr „forustuhlutverki Íslands
meðal þjóðanna“. Þær innleiða þannig óheillavænlegar bókmenntafarsótt-
ir frá París, sem „til allrar hamingju eru orðnar vægar, þegar þær berast til
okkar.“11
Fyrirlitning Tómasar og Þórðar á íslenskri alþýðu og íslensku þjóð-
félagi er aftur á móti sprottin af ólíkum hugmyndafræðilegum rótum.
Reynsla Þórðar af bókaverslunum Reykjavíkur er, svo dæmi sé tekið, af
allt öðrum – ef ekki andstæðum – toga en Tómasar. Bókaverslun Ísafoldar
var til að mynda „fyrsta íslenzka bókaverzlunin, sem hafði á boðstólum
fínar og vandaðar erlendar bækur, sérstaklega listbókmenntir“.12 Þórður
var hins vegar „eini viðskiptavinur þessarar bókaverzlunar sem keypti
og pantaði siðaðra manna bókmenntir. Menntamenn okkar keyptu ekki
annað en þetta rusl, sem ætlað er prestum, spákerlingum og miðilstrunt-
um.“13 Það er því vert að geta þess að Þórður gerir engan greinarmun á
Passíusálmum Hallgríms Péturssonar frá sautjándu öld og fyrstu verkum
Thors Vilhjálmssonar.
Þrátt fyrir að Þórður finni íslensku þjóðfélagi nánast allt til foráttu
beinir hann spjótum sínum einna helst að íslenskum menntamönnum,
rithöfundum og öðrum listamönnum eigin kynslóðar. Þeir hafa, að hans
sögn, brugðist hlutverki sínu algjörlega sem leiðandi afl íslensks þjóðfélags
8 Sama heimild, bls. 32 og víðar.
9 Sama heimild, bls. 40.
10 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 34.
11 Sama heimild, bls. 94.
12 Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur, bls. 72.
13 Sama heimild, bls. 37.
svavaR stEinaRR guðMundsson