Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 70
70
grunnlögmálum formmótunar, hreyfingar og sköpunar. Hér má jafnframt
greina þræði sem hægt er að rekja aftur til hins expressjóníska skeiðs á
höfundarferli Richters, þegar hann gekk inn í hlutverk „sjáanda“ og vann í
„leiðslu“ að röð verka sem byggðust á sýn „innra augans“.92
Í höfundarverki Richters má þannig greina athyglisverða samfellu, sem
felst í hugmyndum um nýja sjón, æðri rökvísi og þekkingarlega afhjúpun
eða opinberun, en það er einmitt í þessum hugmyndum sem margbrot-
in samræðan við dulspekilega þekkingarhefð brýst fram með skýrustum
hætti. Rauði þráðurinn í höfundarverki Richters snýr að sýn hans á sköpun
nýrrar fagurfræðilegrar hugveru, sem oft tók á sig mynd „hins nýja manns“
í verkum sögulegu framúrstefnunnar.93 Athyglisverða og gáskafulla mynd
af þessum „nýja manni“, sem lýsa má sem einni þeirra útópísku hugmynda
sem voru drifkrafturinn í verkefni framúrstefnunnar, má finna í síðbúinni
lýsingu Richters á dadaismanum: „Við vildum leiða fram nýja manntegund
sem væri eftirsóknarvert að lifa með, frjálsa undan harðræði skynseminnar,
lágkúrunnar, herforingjanna, föðurlandanna, þjóðanna, listaverkasalanna,
sýklanna, fortíðarinnar og landvistarleyfanna.“94 Mynd Richters af hinni
nýju hugveru sem er frjáls undan oki og markalínum hins borgaralega
efnisheims varpar ekki aðeins ljósi á þá fagurfræði stjórnleysisins sem oft
hefur verið bent á að einkenni dadaismann.95 Lýsing hans kallast jafn-
framt á við hugmyndir um handanheima og æðri andlegar víddir sem voru
útbreiddar í dulspekilegri orðræðu á fyrri hluta tuttugustu aldar.
92 Sjá Turvey, The Filming of Modern Life. European Avant-garde Film of the 1920s,
Cambridge, London: MIT, 2011, bls. 20–22; Timothy O. Benson, „Abstraction,
Autonomy, and Contradiction in the Politicization of the Art of Hans Richter“,
Hans Richter. Activism, Modernism, and the Avant-garde, bls. 16–46, hér bls. 34–36.
Um dulspekilega vídd þeirrar sérstæðu fagurfræði sem mótast á mörkum dada-
ismans og konstrúktívismans undir lok annars áratugarins og á þriðja áratugnum
í víðara samhengi, sjá Timothy O. Benson, „Mysticism, Materialism, and the
Machine in Berlin Dada“, Art Journal 1/1987, bls. 46–55.
93 Um hugmyndina um hinn „nýja mann“ og verkefni framúrstefnunnar sem mótun
nýrrar fagurfræðilegrar hugveru hef ég fjallað ítarlega á öðrum vettvangi: Visionen
des Neuen. Eine diskurshistorische Analyse des frühen avantgardistischen Manifests,
Heidelberg: Winter, 2013.
94 Richter, Dada – Kunst und Antikunst, bls. 66.
95 Ítarlega greiningu á stjórnleysishugmyndum dadaismans og sögulegum tengslum
hreyfingarinnar við anarkisma má finna í riti Huberts van den Berg, Avantgarde
und Anarchismus. Dada in Zürich and Berlin, Heidelberg: Winter, 1999.
BEnEdikt HjaRtaRson