Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 114
114
á borð við „ég hef sannfrétt“21 eða með írónískari fullyrðingum eins og
„nú ætla ég, sem nákvæmasti og sannsöglasti sagnfræðingur veraldarinnar,
að segja sem nákvæmast og réttast frá“.22 Það er aftur á móti hætt við að
sannleiksgildi frásagnarinnar snúist upp í andhverfu sína. En líkt og í til-
viki hrekkvísa skálksins er engin leið að treysta Þórði, því hann leggur
látlausustu borgaralegar slúðursögur að jöfnu við svæsnustu fantasíur.
Guðbergur notar einnig formgerð og inntak ævisagna og sagnaþátta á
margvíslegan hátt, en í þeim tilgangi að grafa undan vinsældum bókmennta-
greinarinnar. ævisögur og endurminningabækur „nutu einmitt mikilla vin-
sælda á jólabókamarkaðnum um þetta leyti“23 og voru farnar að bera keim af
metsölubókmenntum. Tómas er þannig „orðinn nógu karlægur og andlega
lamaður til þess að einhver fái áhuga á lífi [hans]. [...] Kaupið metsölubók
Tómasar Jónssonar, sem verið er að þýða á sjö erlend tungumál. [...] Þetta er
bók handa allri fjölskyldunni. Hún er jólabók okkar í ár.“24
Skáletruð frásögn af frægðarför Katrínar Jónsdóttur sópransöngkonu
um Evrópu millistríðsáranna ræðst þó harkalegar að formgerð vinsælla
nútímasagnaþátta „með sinni sjálfhverfu þjóðernisupphafningu“25 en
nokkurt annað textabrot í Tómasi Jónssyni: metsölubók og myndar einnig
hugmyndafræðilega íróníska hliðstæðu við frásögn Þórðar af ævintýrum
Skálholtsbiskups í himnaríki. Frásögnin af Katrínu hefur yfirbragð goð-
sögulegra minna og stílbragða norrænna fornsagna og kvæða. Á hátindi
söngferils síns þótti Katrín bera af íslenskum söngkonum millistríðsár-
anna. Frægðarorð hennar berst Hitler til eyrna þegar hann er önnum kaf-
inn við uppgang Þriðja ríkisins. Hitler gerir í krafti valds síns allt sem hann
getur til að komast yfir Katrínu en verður í stuttu máli að lúta í lægra haldi
fyrir henni því hún er þegar bundin ævarandi en einangrandi „ástarbönd-
um – ættlandi [sínu] og röddinni“.26 Rómantískri þjóðernisgoðsögn um
yfirburðahæfileika íslensku þjóðarinnar á menningarlegu sviði er þar með
fylgt en hún leiðir til þess að aldagömul Evrópa – rótgróið menningar-
svæði – hrynur til grunna.27
21 Sama heimild, bls. 45.
22 Sama heimild, bls. 102.
23 Þorleifur Hauksson, Sagnalist: íslensk stílfræði II, skáldsögur 1850–1970, Reykjavík:
Mál og menning, 2003, bls. 278.
24 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 209–210.
25 Þorleifur Hauksson, Sagnalist, bls. 279.
26 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 210.
27 Sama heimild, bls. 221.
svavaR stEinaRR guðMundsson