Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 116
116
yfirstrikanir og krot, og oft og tíðum er ekki hægt að greina á milli stafa,
hvað þá orða. Ef blaðabunki Þórðar er tekinn saman má sjá að efni hans
nægir ekki til að fylla þær 93 blaðsíður sem fyrsta vélritaða handrit Elíasar
samanstendur af, hvað þá 188 blaðsíður hins fullunna handrits.30
Líkt og í Mennt er máttur verður það fyrir atbeina skrásetjara sem
endurminningar Tómasar Jónssonar eru færðar á blað. Skrásetjarinn, sem
er jafnframt fyrrum leigutaki Tómasar, lýkur verki sínu með „eftirmál[a]
ætl[uðum] Reykvíkingum“, en sá minnir óhjákvæmilega á formála Elíasar
að Mennt er máttur. Líkt og Elías greinir skrásetjarinn frá aðkomu sinni að
verkinu, verklagi og hvernig honum tókst upp:
[e]ftir talsverða áreynslu […] að ljúka vélritun á skrifbókum Tómasar
Jónssonar, sem legið hafa velktar í skúffum mínum allt frá árinu 1956,
þegar ég leigði í íbúð hans, og hann kom mér fyrst í hug.
Ef fjalla ætti örlítið um bækurnar, þá er það helzt að segja, að blöð þeirra
eru handskrifuð; rithöndin ólæsileg, máð, glompótt. Sumstaðar er stafa-
gerðin stór og klunnaleg, hún virðist hafa snýtzt úr gosbrunni minnisins í
stuttum ójöfnum bogum. [...] Lesandinn verður fljótlega þess var, að hægt
er að hefja lestur þeirra jafnvel í miðri setningu, eins og hægt er að kynn-
ast manni hvar sem vera skal.31
Keimlík handritasaga Mennt er máttur vitnar ekki aðeins um ámóta langt
og flókið vinnuferli áður en handritið nær endanlegri mynd. Hún vekur
einnig spurningar um höfund verksins. Ýmis merki benda til þess að hand-
ritið hafi tekið afdrifaríkum breytingum á löngum ritunartíma sínum; ann-
ars vegar í samvinnu Þórðar og Elíasar og því hvernig hún skilaði sér á
blað á meðan Þórður lifði, og hins vegar – og öllu heldur – í því hvernig
verkinu vindur fram frá þeim tíma sem líður frá láti ætlaðs höfundar til
þeirrar gerðar sem Elías lýkur við sjö árum seinna.
Til að slá alla varnagla segir Elías í formálanum að hann hafi einnig
skrifað beint upp eftir munnlegri frásögn Þórðar. Slík yfirfærsla – mælt
orð verða að rituðum – er þó ólíklegt að haldist óbreytt þann tíma sem
tekur Elías að fullvinna handritið. Elías hefur ómögulega getað fest frá-
30 Handritið er varðveitt í nokkrum gerðum á mismunandi vinnslustigi, auk upp-
runalegra skrifa Þórðar og kalkþrykkinga til prófarkalesturs, á handritadeild Lands-
bókasafns Íslands.
31 Guðbergur Bergsson, Tómas Jónsson: metsölubók, bls. 327 [skáletr. í frumtexta].
svavaR stEinaRR guðMundsson