Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 62
62
fræðimannanna til grundvallar er ekki litið á dulspekina sem afmarkað
þekkingarsvið þar sem leitast er við að vinna úr eða viðhalda eldri trúar-
hugsun í afhelgaðri heimsmynd nútímans, eins og jafnan hefur verið geng-
ið út frá í rannsóknum sem hafa komið fram á sviði trúarbragðafræði.55
Dulspekin er öllu heldur skilgreind sem tiltekið afbrigði þekkingarstarf-
semi eða „flæðandi afurð orðræðna og túlkana“, sem setur mark sitt á ólíka
strauma og hugmyndakerfi nútímans.56 Í þessum skilningi má líta á dul-
spekina sem mikilvæga þekkingariðju innan nútímans, sem felur í sér marg-
víslega „orðræðubundna miðlun á milli ólíkra sviða evrópskrar menningar,
einkum á milli sviða trúarbragða, náttúruvísinda, heimspeki, bókmennta og
lista“.57 Skyldleikinn við greiningu nýsöguhyggjunnar á straumrás félags-
legrar eða menningarlegrar orku er greinilegur. Rannsóknir á forsendum
sögulegrar orðræðugreiningar beinast að ólíkum birtingarmyndum dul-
spekilegrar þekkingar á sviði stjórnmála, tækni, menningar og fagurfræði,
en ekki eingöngu að afmörkuðu safni verka eða tilteknum hreyfingum.58
Eins og Kilcher bendir á, staðsetur dulspekin sig á óræðum mörkum rök-
legrar þekkingar og goðsagna, vísinda og trúarbragða og á í stöðugri sam-
ræðu og átökum við önnur þekkingarsvið innan menningarinnar.59 Þannig
lýsir hann dulspekinni ekki aðeins sem „órjúfan legum þætti í evrópskri
þekkingarsögu“ heldur einnig – með skírskotun til skrifa Freuds – sem
55 Af eldri ritum á sviði trúarbragðafélagsfræði sem lögðu grunn að rannsóknum á
dulspekihreyfingum má nefna greinasafnið On the Margins of the Visible. Sociology,
the Esoteric, and the Occult, ritstj. Edward A. Tiryakian, New York: John Wiley, 1974.
Af nýlegri ritum á sviði trúarbragðafræði, sem hafa mótað nýja rannsóknarhefð á
síðustu árum, má nefna: Antoine Faivre, Western Esotericism. A Concise History, þýð.
Christen Rhone, New York: State University of New York Press, 2010; Wouter
J. Hanegraaff, New Age Religion and Western Culture. Esotericism in the Mirror of
Secular Thought, Leiden: Brill, 1996.
56 Andreas B. Kilcher, „Seven Epistemological Theses on Esotericism. Upon the
Occasion of the 10th Anniversary of the Amsterdam Chair“, Hermes in the Academy.
Ten Years’ Study of Western Esotericism at the University of Amsterdam, ritstj. Wouter
J. Hanegraaff og Joyce Pijnenburg, Amsterdam: Amsterdam University Press,
2009, bls. 143–148, hér bls. 143.
57 Kocku von Stuckrad, Was ist Esoterik? Kleine Geschichte des geheimen Wissens, Mün-
chen: Beck, 2004, bls. 20. Sjá einnig grein von Stuckrads, „Discursive Study of
Religion. Approaches, Definitions, Implications“, Method and Theory in the Study
of Religion 1/2013, bls. 5–25.
58 Um þróun og ólíkar rannsóknahefðir sem telja má til sögulegrar orðræðugreining-
ar, sjá greinargott yfirlitsrit Achims Landwehr, Historische Diskursanalyse, Frankfurt
am Main, New York: Campus, 2008.
59 Kilcher, „Seven Epistemological Theses on Esotericism“, bls. 146–147.
BEnEdikt HjaRtaRson