Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 143
143
legt sem ungur maður í fyrsta sinn í útlöndum. Hann mátar sig við borg-
ina, við fræga fólkið í borginni, þiggur ráð um kaffihúsasetur hjá Lucien
Goldmann, horfist í augu við Beckett, rekst utan í Sartre, lendir í svindl-
urum, hittir aðra Íslendinga og með þessu fæst tilfinning fyrir leitandi,
ómótuðu sjálfi sem er hálf viðþolslaust af óþreyju eftir að verða að því sem
því finnst það eigi að verða.18 Og augljós skil eru milli þess sem skrifar og
unga mannsins sem skrifað er um og þau skil verða beinlínis að einu þema
verksins. Sigurður segir í viðtali um Minnisbók að hann hafi stuðst að ein-
hverju leyti við minnisbækur frá þessum árum, en
aðallega var minnið sett í bílstjórasætið. Minnið með öllum sínum
magðalenukökum. Minnið skapaði og endurskapaði atvikin, augna-
blikin og andrúmsloftið sem liggja til grundvallar sérhverjum kafla
í bókinni. Hver kafli er tiltölulega sjálfstæður en heildin er hugsuð
sem vefnaður, sbr. „textus“, texti. Þess vegna ganga sumir þræðir í
gegnum marga kafla, missýnilegir.19
Minnið er skrítið dýr og einn af eiginleikum þess er að þegar við hlustum á
aðra rifja upp atburði úr fortíð, kvikna einatt minningar hjá hlustandanum
um stundum sambærilegar minningar og stundum allt annars konar. Þetta
er þáttur í aðdráttarafli sjálfsævisögulegra skrifa, lesandinn minnist sín á
sömu stundu – höfundur og lesandi minnast á.20 Þetta gæti rennt frekari
stoðum undir áðurnefnda kenningu Eakins um frásögn og sjálfsmynd – við
mátum okkur stöðugt við aðra og þá ekki síður sögu okkar við annarra
sögur. Sigurður eltir minnið nokkuð djúpt í sjálfsmynd unga mannsins
sem hann segir frá og segir frá þessum fyrstu dögum klaufalegs alltof ungs
manns í París. Tímabilið sem hann segir frá er heillandi, og eins og gjarn-
an í sjálfsævisögum er það tímabilið þegar sjálfið er enn í mótun sem er
mest spennandi. París er lærdómur, líf, ljóð, tónlist, uppreisn, ást, leikhús,
fræði, kaffihús, vinátta, biðstaða, óþreyja, án framhalds, full af tilviljunum,
endanleg.
18 ég hef áður fjallað um þetta í ritdómi um Minnisbók og Veruleika draumanna eftir
Ingibjörgu Haraldsdóttur í „ævir ljóðskálda“, Tímarit Máls og menningar 4/2008,
bls. 81–87.
19 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Gatan sem liggur að baki“, viðtal við Ingibjörgu
Haraldsdóttur og Sigurð Pálsson, Lesbók Morgunblaðsins 22. desember 2007.
20 Michael Sheringham ræðir fjölþætt samband sjálfsævisagnahöfundarins við les-
andann í French Autobiography: Devices and Desires. From Rousseau to Perec, Oxford:
Clarendon Press, 1993, bls. 137–146.
„MINNIð ER ALLTAF Að STöRFUM“