Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 211
211
sónulega einkaeign sína. Í King Leopold’s Soliloquy21 birti Mark Twain napra
háðsádeilu á þann sið konungs að höggva hendur og fætur af svörtum
Afríkumönnum. Árásum á belgíska heimsvaldastefnu fylgdi ekki alltaf
samskonar gagnrýni á aðrar Evrópuþjóðir, Breta eða bandaríska heims-
valdastefnu; raunar lýstu þær stundum gilda tignarröð Vestursins sjálfs
og létu til dæmis að því liggja að breska heimsveldið færi með vald sitt á
dyggðugan hátt, axlaði „byrðar hvíta mannsins“ í því skyni að „siðmennta“
nýlenduþjóðirnar fremur en að líta á þær sem skepnur. Vafalaust verð-
ur enn um hríð deilt um hvar skáldsögur Conrads eiga heima innan um
margháttaða orðræðu heimsvaldastefnunnar.
Eigi að síður geta hin mörgu heimalönd Conrads og látlausu ferðalög
hjálpað til við að varpa ljósi á sum torræðari augnablik í Heart of Darkness
og vekja þannig spurningar um fullt samlyndi textans við vestræn forráð og
heimsvaldastefnu. Þær stundir koma í textanum að Evrópumiðaðar álykt-
anir Marlows eru afhjúpaðar með íróníu svo með lesandanum magnast
upp grunsemdir um óáreiðanleika hans sem sögumanns, óvissustig skáld-
sögunnar hækkar. Til að mynda er návist Rússans ráðgáta, „harlekíns“,
„milligöngumanns“ sem á sinn margræða hátt vísar Marlow veginn að
hinum endanlega „hryllingi“, hinum deyjandi Kurtz.22 Hann birtist sem
karnivalískt rof á hefðarlendubundnu kennivaldi og heimsvaldalegri frá-
sögn sem tengir tóm og villimennsku við hjarta Afríku og hina siðfáguðu
áferð við Evrópu. Þessi maður „í trúðarklæðum“ er hinsti leiðsögumaður
Marlows í hin Innstu myrkur, nokkurs konar hálfgildings innfæddur upp-
ljóstrari sem þylur upp frásögn sem gefur vísbendingar um afdrif Kurtz.
Sem slíkur er hann áfram ráðgáta í augum Marlows og lesandans:
Þarna var hann fyrir framan mig, í trúðarklæðum, eins og hann
hefði stungið af úr flokki látbragðsleikara, fullur af eldmóði, furðu-
legur. Sjálf tilvist hans var ótrúleg, óútskýranleg, og ruglaði mig
gersamlega í ríminu. Hann var óleysanlegt dæmi. Það var engin
leið að gera sér grein fyrir hvernig hann hafði farið að því að lifa
af, hvernig honum hafði heppnast að komast þetta langt, hvernig
21 Mark Twain, King Leopold’s Soliloquy: A Defense of his Congo Rule, Boston: P. R.
Warren, 1905.
22 Joseph Conrad, Heart of Darkness, ritstj. Ross C. Murfin, önnur útgáfa, New York:
Bedford Books of St. Martin’s Press, 1996, bls. 68. Hér er vísað í íslenska þýðingu:
Joseph Conrad, Innstu myrkur, þýðandi Sverrir Hólmarsson, Reykjavík: Mál og
menning, 1992, bls. 92. Hér eftir er vitnað í blaðsíðutal íslensku þýðingarinnar
neðanmáls.
MENNINGARLEG HLIðSKIPUN OG ÞVERÞJÓðLEGT LESLANDSLAG