Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2013, Blaðsíða 83
83
Eitt af höfuðverkum íslenskrar nútímalistar er abstraktmálverkið
Örlagateningurinn eftir Finn Jónsson frá árinu 1925. Verkið er einstakt
í íslenskri listasögu, en á það sameiginlegt með fleiri listsögulega mik-
ilvægum verkum að hafa vakið litla hrifningu þegar það var sýnt fyrst.1
Þá var listsögulegt gildi verksins ekki viðurkennt að fullu fyrr en eftir að
það hafði verið sýnt með evrópskri list frá sama tímabili í Strassborg árið
1970.2 Breytingin sem varð á viðhorfinu til verksins eftir þá sýningu gerir
sögu þess að áhugaverðu listfræðilegu viðfangsefni. Hún vekur spurning-
ar um hvernig fagurfræðileg viðmið í skrifum um myndlist mótuðust á
Íslandi við upphaf 20. aldar og hvaða áhrif þau hafa haft á listsöguleg skrif
síðari tíma. Hingað til hefur verið gengið út frá því að Örlagateningnum,
ásamt fleiri verkum Finns frá þriðja áratugnum, hafi verið hafnað vegna
skrifa Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, sem sá ástæðu til að
gera lítið úr Finni Jónssyni á síðum blaðsins sumarið 1925, þegar hann
var nýkominn til landsins eftir fjögurra ára námsdvöl í Berlín og Dresden
í Þýskalandi.3 Það vekur því athygli að Valtýr hafði ekki enn séð nýjustu
1 Hér er gengið út frá því að Örlagateningurinn hafi fyrst verið sýndur opinberlega
á Íslandi.
2 Victor Beyer, Jean-Louis Faure, L’art en Europe autour de 1925 [sýningarskrá],
Strasbourg: Les Musées de Strasbourg, 1970. Sýningin stóð yfir frá 14. maí til 15.
september 1970, en á henni var einnig sýnt verkið Óður til mánans eftir Finn.
3 Grein Valtýs er ekki höfundarmerkt. „Finnur Jónsson málari er nýkominn frá
Þýskalandi“, Morgunblaðið 22. júlí 1925, bls. 3. Sjá einnig Jakob F. Ásgeirsson,
Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2003,
bls. 223.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Viðtökur expressjónískra málverka
Finns Jónssonar
í ljósi skrifa Alexanders Jóhannessonar
um „Nýjar listastefnur“
Ritið 2/2013, bls. 83–105