Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 46

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 46
45 þrautseigja verður í það hetjulegasta. Bókinni lýkur hins vegar þar sem erfiðleikarnir í sambandi Hallgríms og Guðríðar byrja á Íslandi og trúlega hyggst Steinunn skrifa framhald hennar og fylgja sinni konu til enda. Í þessari grein hef ég sýnt hve flókin myndin af Tyrkjaráninu verður í ljósi nýrra fræðikenninga og hve brothættar hugmyndalegar andstæð- ur eins og húsbóndi og þjónn, nýlenduherra og nýlendubúi geta orðið. Kenning Edwards Said um óríentalisma gerir ráð fyrir röklegum andstæð- um en á þó rætur sínar í dulvituðum fantasíum. Homi Bhabha gagnrýnir hann fyrir að taka ekki mið af hinum trámatíska ótta heimsvaldastefnunnar um „endurkomu þeirra kúguðu“, ótta sem birtist í hræðilegum staðal- manngerðum fólks sem er undir mannleikamörkum, er „hinir“, lýst sem mannætum, dýrslegum, lostafullum og stjórnlausum. Það ógeðslega í fari hinna sem Vesturlandabúar vilja forðast og firra sjálfa sig frá með ráðum og dáð er andstæðan við freistingarnar sem fylgja þeim, hið lokkandi og fram- andi sem þeir girnast. Bhabha segir að fyrirbærið „blæti“ sé vel fallið til að lýsa grundvallargoðsögn óríentalismans, þ.e. yfirburðum hvíta kynþátt- arins yfir öðrum kynþáttum.50 Blætið er trygging fyrir því að frummyndin sé til en frummyndin er fantasía. Hér hefur því verið haldið fram að hlut- skipti Guðríðar Símonardóttur hafi orðið að verða blæti af þessu tagi til að menn gætu náð valdi yfir óttanum við hina lokkandi útlendinga með því að breyta henni í óvininn – ef ekki efnislega, þá í sögum og fantasíum. Með slíku blæti var hægt að segja sér og öðrum að Íslendingum væri best borgið með algjörri einangrun eyjunnar í bráð og lengd.51 Ú T d R Á T T U R Tyrkjaránið og Guðríður Símonardóttir sem blæti Í Tyrkjaráninu 1627 voru meira en 350 Íslendingar brottnumdir og seldir sem þræl- ar í Algeirsborg. Þessi atburður var hluti af umfangsmikilli hvítri þrælasölu sem Ósmanska heimsveldið lét óáreitta en hann var ekki á vegum þess. Á Íslandi varð Tyrkjaránið að sögulegu „tráma“ sem hafði víðtækar félagslegar afleiðingar. Reynslu herleiddu Íslendinganna er að hluta lýst í hinni einstæðu Reisubók séra Ólafs Egils- sonar frá Vestmannaeyjum og bréfum þriggja Íslendinga sem seldir höfðu verið sem þrælar í Algeirsborg. Þessar heimildir eru til vitnis um blöndun ólíkra menningar- heima, tvíræðni og eftirhermur í samskiptum hinna herleiddu og eigenda þeirra. 50 Homi Bhabha, „of mimicry and man“, bls. 71–72. 51 ég vona að ég hafi nú lagt mitt af mörkum til að bæta Guðríði Símonardóttur í hóp þeirra máttugu meyja og óþörfu unnusta sem Helga Kress hefur leitt til öndvegis í íslenskum bókmenntum og menningarsögu. Greinin er tileinkuð Helgu. TyRKJARÁNið oG GUðRÍðUR SÍMoNARdÓTTiR SEM BLæTi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.