Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 164

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 164
163 get ég ekki þróað og varið fullburða kenningar um réttlæti og siðferðilega rangar athafnir í þessum kafla. En hvað er þá hægt að gera? Eins og gefið var til kynna í upphafi þá er það mikilvægt verkefni fyrir kenningu um kúgun að skýra þau tengsl milli hópa og ranglætis sem kúgun hópa byggir á. Í því sem á eftir fer mun ég einblína á þessi tengsl í kerfis- lægu samhengi fremur en einstaklingssamhengi í því skyni að skilja ras- isma, kvenfyrirlitningu og fleira af sama meiði. Auðvitað verður umfjöllun mín ekki „hlutlaus“ hvað varðar mismunandi hugmyndir um réttlæti. Í bakgrunninum mun hvíla víðtækt lýðræðis-, jafnréttis- og efnishyggju- sjónarmið, en það verður ekki sérstaklega útskýrt eða gert að áhersluatriði í umræðunni.21 Eflaust má finna tilteknar hugmyndir um réttlæti sem gæfu óviðunandi niðurstöður samkvæmt öllum mælikvörðum ef þær væru mátaðar inn í kenningu mína. Markmið mitt á þessu stigi er hins vegar aðeins að komast eitthvað áfram með að skilja hvernig kenning um kerfis- læga kúgun getur mætt því að fólk tilheyri mörgum ólíkum hópum, án þess að verða að einstaklingshyggjukenningu þar sem gerð er grein fyrir kúgun út frá ætlunum geranda (eða gerenda). ég verð ánægð ef mér tekst að draga upp ramma fyrir frjóar umræður um hina mismunandi þætti og samspil þeirra.22 21 Það kann að vera gagnlegt að gera ljósar ákveðnar bakgrunnsforsendur sem munu halda áfram að leiða umræðuna. Í fyrsta lagi á ranglæti sér ekki aðeins stað í rétt- arsölum og stjórnarráðum heldur í kirkjum, fjölskyldum og innan annarra menn- ingarhefða. Þó að skilningur á réttlæti og kúgun þurfi að miðast við merkingarbæra notkun orðsins „hópur“ þurfum við í öðru lagi að forðast alhæfingar um viðhorf, reynslu og félagslega stöðu þeirra sem tilheyra hópunum. Í þriðja lagi eru hinir undirskipuðu ekki aðgerðarlaus fórnarlömb kúgunar, né eru hinir yfirskipuðu að fullu leyti gerendur. Samfélagið úthlutar yfir- og undirskipuðum hlutverkum til beggja hópanna og hóparnir semja um þau og breyta þeim. Samt eru sum hlutverkin meira valdeflandi en önnur. Í fjórða lagi er ekki hægt að skýra kúgun eingöngu (eða aðallega) með því að vísa til einhvers eins þáttar, eins og viðhorfa eða sálfræðilegra eiginleika félagslegra hópa, efnahagsafla, pólitískrar gerðar samfélagsins, menn- ingar. Í fimmta lagi felast ranglæti og rangindi kerfislægrar kúgunar ekki eingöngu í ranglátri dreifingu gæða, tækifæra og þess háttar heldur í ójöfnum félagslegum samböndum, það er í stigveldisdreifðum skyldum og væntingum. Sjá Elizabeth S. Anderson, „What is The Point of Equality?“, Ethics 2/1999, bls. 287–337; iris Marion young, Justice and the Politics of Difference, Princeton: Princeton University Press, 1990, 1. kafla. 22 Hvað varðar aðferðafræðina tel ég leitina að gagndæmum við kenningu sem sett hefur verið fram gagnlega til skilnings á viðkomandi fyrirbæri, jafnvel þótt þau sýni að kenningin í þessari mynd fær ekki staðist. Vænta má að kenning um réttlæti, sem gæti ekki náð yfir vítt svið fyrirbæra sem telja mætti kúgandi, væri fyrir vikið ófullnægjandi. Sumir hafa haldið því fram að kenning Rawls um réttlæti sé ófull- KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.